Fyrsta smiðjutímabilinu á yngsta stigi er lokið en nemendur fara í fimm mismunandi smiðjur í list- og verkgreinum á skólaárinu.
Nemendur á yngsta stigi fara allir í heimilisfræði, myndmennt, textílmennt og tæknimennt og fimmta smiðjan er síðan mismunandi eftir árgöngum. Smiðjurnar hafa farið vel af stað og hafa nemendur staðið sig vel og verið dugleg að tileinka sér vinnubrögðin.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá Rósu sem kennir heimilisfræði og Rut myndmenntakennara.