Ákveðið var að fara af stað með ratleik tengt Evolytes námsefninu á vorhátíð skólans.
Kennararnir sem voru með þessa stöð höfðu samband við Evolytes teymið og fengu hjá þeim þennan skemmtilega ratleik. Þau gáfu einnig einn vinning sem var glæsilegur bolur með einum af Evolytunum. Ratleikurinn vakti lukku bæði meðal nemenda og foreldra og var mikil þátttaka í leiknum.
Skemmtilegt var að sjá það samstarf sem átti sér stað þeirra á milli þegar þau fóru á ýmsa staði í Hópsskóla og leystu stærðfræðiþrautir. Lausnarblaðinu var svo skilað í kassa og var svo dreginn út einn vinningur.
Sá heppni var Hreiðar Leó Vilhjálmsson og var hann að vonum mjög sáttur með vinninginn.
Við óskum honum til hamingju með vinninginn og þökkum öllum fyrir þátttökuna. Hver veit nema svona ratleikur verði að árlegum viðburði.