Í dag voru skólaslit hjá 1. - 9. bekk í Grunnskóla Grindavíkur og svo vorhátíð í kjölfarið þar sem mikið var um dýrðir.
Vorhátíðin er árlegur viðburður og var í þetta skiptið haldin í Hópsskóla í fínasta veðri. Boðið var upp á fjölmargar stöðvar bæði innan- og utanhúss og var gaman að sjá nemendur flakka um svæðið og spreyta sig í hinum ýmsu þrautum og leikjum. Foreldrafélagið bauð upp á popp og safa og BMX Brós mættu á svæðið og sýndu listir sínar á hjólum. Hátíðin var vel heppnuð og mikið fjör.
Hér fyrir neðan má sjá fjölmargar myndir frá hátíðinni í dag.