Farið var í hina árlegu Mörtugöngu þriðjudaginn 2.maí síðastliðinn. Gangan er árlegur viðburður í Grunnskóla Grindavíkur og fara allir árgangar skólans í göngur í nærumhverfi Grindavíkur.
1.bekkur gekk í réttirnar þar sem nemendur fengu fræðslu um smölun og réttir. Þar var einnig borðað nesti og farið í leiki og á bakaleiðinni var komið við í hesthúsinu þar sem nemendur fengu að klappa hestunum. 2.bekkur gekk Hópsneshringinn og stóðu sig afar vel, 3.bekkur gekk að Gálgaklettum og 4.bekkur gekk hringinn í kringum Þorbjörn með stoppi í Selskógi þar sem boðið var upp á grillaðar pylsur.
Hér fyrir neðan má sjá myndir úr göngum 1., 3. og 4.bekkja.