Undanfarnar vikur hafa nemendur í 2. bekk unnið með bækurnar um Litla fólkið og stóru drauma í Byrjendalæsi. Börnin kynntust þeim Michael Jordan, David Attenborough, Hans Christian Andersen og Neil Armstrong, þeirra lífi, draumum og viðfangsefnum. Ýmis verkefni tengd íslensku og samfélagsfræði voru unnin, staðreyndir skoðaðar og svo hönnuðu allir Jordan skó.
Síðustu tvær vikur höfum við í tengslum við samfélagsfræði unnið með bókina um Gretu Thunberg umhverfissinna, en bókin er líka í bókaflokknum um Litla fólkið með stóru draumana. Í þessari vinnu höfum við skoðað hvað við sem einstaklingar getum gert til að leggja okkar af mörkum í að vernda jörðina. Þar komu inn þættir eins og að slökkva ljós þar sem ekki er þörf á að hafa ljós, ekki láta vatn renna nema þegar þörf er á og ekki henda mat.
Í nokkra daga vigtuðum við matarafganga eftir nesti og hádegi. Meðvitund barnanna um að fá sér aðeins á diskana það sem þau ætluðu að borða jókst og minni mat var hent. Eins settum við upp flokkunarstöð og flokkuðum ruslið sem féll til hjá okkur. Nemendur útbjúggu skilti - lítil kröfuspjöld eins og Greta Thunberg, með skilaboðum um hvað við getum gert hvert og eitt til að vernda jörðina, þessi skilti fóru heim. Í útikennslunni var svo farið að tína rusl í nágreni við skólann, af nógu var að taka en börnin áköf og dugleg.