Nemendur í 3. bekk tóku þátt í verkefninu Lesum saman sem var haldið dagana 20. - 31. mars en einnig tóku þátt Leikskólar bæjarins og samnemendur okkar í Hópsskóla. Rauði þráður verkefnisins var orðaforði, að lesa saman, foreldrar fyrir barn og/eða barn fyrir foreldra og skoða orðin í textanum og ræða um þau.
Nemendur í 3.bekk fóru á bókasafnið og fengum kennslu hjá Andreu hvernig hægt er að endurnýta ónýtar bækur og tímarit. Nemendur hönnuðu sín bókamerki og vakti sú vinna mikla gleði hjá þeim. Einnig söfnuðu nemendur áhugaverðum orðum á blað sem síðan voru rædd og skoðuð.
Nemendur settu sér markmið þessar tvær vikur og það var að í sameiningu ætluðu þau að ná 3000 mínútum af aukalestri heima og að sjálfsögðu náðu þau því og var haldið upp á það á föstudeginum fyrir páskafrí.