Í dag komu nemendur í stjörnuhópum í leikskólunum Króki og Laut í heimsókn í Hópsskóla og hittu nemendur í 1.bekk. Heimsóknin var vel heppnuð þar sem ýmislegt skemmtilegt var brallað. Meðal annars tóku nemendur leikskólanna þátt í söngstund, fóru í útiveru og unnu verkefni í kennslustofum.
Heimsóknin gekk vel og mátti sjá bros á hverju andliti.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá heimsókninni.