5.A og 7.U mættust í úrslitum spurningakeppni miðstigs sem fram fór á sal Grunnskólans í morgun. Viðureignin var æsispennandi og mikil stemmning í salnum.
Fyrir 5.A kepptu Ronja Sif Smáradóttir, Elna Kristín Líf Karlsdóttir, Freyja Ágústdóttir, Matthildur Yrsa Sigurðardóttir og Thelma Rós Vilhelmsdóttir var varamaður.
Fyrir 7.U kepptu Hafþór Óli Jóhannesson, Hreiðar Leó Vilhjálmsson, Sara Dögg Jóhannsdóttir, Pétur Guimaraes Santos og Zofia Dreksa var varamaður.
Þetta var frábær keppni í alla staði og er langt síðan svona jöfn og spennandi keppni hefur farið fram. Allir nemendur eiga hrós skilið fyrir frammistöðuna en þeir hafa lagt mikið á sig í undirbúningi fyrir keppnina, lesið bækur, skrifað punkta og æft sig.
Að lokum var það 7.U sem bar sigur úr bítum og er skemmtilegt að segja frá því að þetta er í fjórða skiptið sem þau vinna keppnina.
Við óskum þeim til hamingju.