Lćsisátak í 2.bekk í fullum gangi

  • Grunnskólafréttir
  • 23. mars 2023

Í lestrarátakinu sem nú er í gangi hafa nemendur í 2. bekk verið að lesa aukalega heima með foreldrum/forráðamönnum og skoðað orð sem þau ekki þekkja.  Markmiðið er að læra að minnsta kosti eitt nýtt orð á dag.

Börnin skrifa orðið sem þau skoða heima og í skólanum segja þau frá því og útskýra fyrir bekkjarfélögum. Orðið er skrifað á blað og síðan hengt upp á orðavegg. Börnin hafa líka unnið verkefnið orð dagsins þar sem þau skoða orðið út frá merkingu, setja það í setningu/spurningu, finna samheiti og andheiti, skoða sérhljóða og samhljóða og fleira.

Börnin fá límmiða á bókamerki sem er merkt þeim í hvert skipti sem þau koma með orð að heiman. Þetta hefur gengið vel og mikil spenna á hverjum morgni að segja frá sínu orði. Í skólanum vinnum við með bókaflokkinn Lita fólkið með stóru draumana. Við byrjuðum á bókinni um Michael Jordan. Skoðuðum orð og merkingu þeirra, ætlum að teikna mynd af þessar körfuboltahetju og hanna skó eins og eru nefnd eftir honum.

Í næstu viku ætlum við að skoða fleiri bækur í þessum bókaflokki. Ætlunin er að hvert barn geri sér litla orðabók. Við förum á bókasafnið þar sem starfsmaður ætlar að aðstoða okkur við gerð á bókakápu á orðabókina, en til þess ætlum við að endurnýta gamlar bækur.

Kennarar hafa hvatt börnin til þess að taka að minnsta kosti eina bók úr bókaflokknum Litla fólkið með stóru draumana til þess að lesa heima með foreldrum/forráðamönnum. Margt skemmtilegt framundan í þessari vinnu og mikilvægt að foreldrar haldi áfram að lesa með sínu barni og skoða og ræða orð.  

Áfram 2. bekkur😊







Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 17. nóvember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

Grunnskólafréttir / 2. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

Grunnskólafréttir / 6. maí 2022

Tóku ţátt í Frímó

Grunnskólafréttir / 11. febrúar 2022

Lćrt um flatarmál

Grunnskólafréttir / 8. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

Grunnskólafréttir / 27. janúar 2022

Almenn hamingja!

Grunnskólafréttir / 13. janúar 2022

Heimsókn frá Pálmari Ragnarssyni

Grunnskólafréttir / 13. desember 2021

8-liđa úrslitum spurningakeppni unglingastigs lokiđ

Grunnskólafréttir / 9. desember 2021

Skemmtilegir uppbrotsdagar

Grunnskólafréttir / 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólafréttir / 1. nóvember 2021

Gaman á hrekkjarvöku og í draugahúsinu

Grunnskólafréttir / 31. október 2021

1.bekkingar fengu körfubolta ađ gjöf

Grunnskólafréttir / 27. október 2021

Skáld í skólum!

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Rökkurró í febrúar

  • Grunnskólafréttir
  • 4. febrúar 2022

Flytja í nýbygginguna viđ Hópsskóla

  • Grunnskólafréttir
  • 26. janúar 2022

Gleđi og ánćgja á litlu jólum eldri nemenda

  • Grunnskólafréttir
  • 20. desember 2021

Logn og stilla í útikennslu

  • Grunnskólafréttir
  • 14. desember 2021

Heimsókn frá Má Gunnarssyni

  • Grunnskólafréttir
  • 13. desember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 26. nóvember 2021