Fimmtudaginn 16.mars verða haldnar árshátíðir á öllum stigum í Grunnskóla Grindavíkur. Hér fyrir neðan má sjá fyrirkomulag árshátíða á hverju stigi fyrir sig.
Yngsta stig
1. og 3.bekkur verða með sýningu á sal klukkan 8:15. Nemendur eiga að vera mættir stundvíslega klukkan 8:00 í sínar heimastofur.
2. og 4.bekkur verða með sýningu á sal klukkan 10:00. Nemendur eiga að vera mættir stundvíslega klukkan 9:45 í sínar heimastofur.
Gert er ráð fyrir að hvor sýning sé rúm klukkustund. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir á sýninguna. Nemendur fara heim að sinni sýningu lokinni.
Miðstig
Fyrri sýningin hefst á sal klukkan 12:00 með tónlistaratriði og þá sýna 5.AJ (Kardimommubærinn) og 5.A (Dýrin í Hálsaskógi). Í kjölfarið taka við tvö atriði frá 6.bekk.
Til að loka árshátíðinni er í boði stórgott atriði frá 7.bekk (7.R og 7.S).
Seinni sýningin hefst á sal klukkan 14:00 og þá sýna 5.S (Rauðhetta) og 5.H (Bakkabræður). Þá er það atriði frá 6.bekk og að lokum er það stórgott atriði frá 7.bekk U.
Foreldrar nemenda í 6.bekk fá póst frá umsjónarkennurum þar sem kemur fram á hvora sýninguna þeirra barn á að mæta.
Kaffi og skúffukaka í bekkjarstofum á annarri hæð að lokinni sýningum. Djús eða vatn fyrir þá sem ekki eru í kaffinu.
Elsta stig
Dagurinn hefst með sameiginlegum morgunmat á milli 8 og 9. Í kjölfarið taka við skemmtiatriði og húllumhæ. Áhorfendur á sýningunni verða nemendur og starfsfólks unglingastigs. Ball er um kvöldið fyrir 8.-10.bekk á vegum unglingaráðs og Þrumunnar.