Á hverju ári tekur 7.bekkur þátt í Stóru Upplestrarkeppninni. Keppnin hefur verið haldin í fjölda ára og er orðin fastur liður í skólastarfi árgangsins.
Undanfarnar vikur hafa nemendur 7.bekkja undirbúið sig fyrir upplestrarkeppnina í sínum bekkjum. Fyrir skömmu var haldin keppni innan bekkjanna þar sem voru valdir aðilar til að taka þátt í skólakeppninni sem fram fór í dag.
Virkilega gaman var að fá að fylgjast með og horfa á nemendur lesa upp textana sem þeir höfðu valið og það var greinilegt að nemendur höfðu æft sig vel og vandlega fyrir upplesturinn.
Þeir sem báru sigur úr býtum og keppa því fyrir hönd Grunnskóla Grindavíkur í Stóru upplestrarkeppninni eru: Heimir Karl Rafnsson, Hreiðar Leó Vilhjálmsson, Szymon Piotr Bylicki og Hafþór Óli Jóhannesson verður varamaður.