Nemendur 1.bekkjar fögnuðu því í vikunni að þau hafa nú verið grunnskólanemendur í 100 daga. Haldið var upp á daginn með ýmsum hætti og mátti sjá bros á hverju andliti hjá stoltum nemendum.
Það var ýmislegt brallað þennan daginn. Unnin voru verkefni sem tengdust tugum og hundruðum og í lok dagsins var horft á mynd þar sem boðið var upp á góðgæti sem talið var í tugum. Margir nemendur höfðu orð á því að þetta væri besti dagurinn þeirra í skólanum og jafnvel lífsins hjá einhverju þeirra.
Dagurinn var ótrúlega vel heppnaður og nemendur allir kátir og glaðir.
Hér fyrir neðan má sjá myndir frá 100 daga hátíðinni.