Eysteinn Þór Kristinsson tók við sem skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur 1. ágúst síðastliðinn. Eysteinn hefur mikla reynslu úr skólakerfinu og hefur starfað sem stjórnandi í mörg ár. Í viðtalinu fer hann yfir tímann sem liðinn er frá því hann hóf störf hér í Grindavík, nýja viðbyggingu við Hópsskóla, breytta kennsluhætti og þá tækni sem við búum við í dag. Eysteinn er mjög ánægður í Grindavík og segir samfélagið mega vera mjög stolt af því hvernig skólamálin hafa þróast í Grindavík. Í meðfylgjandi myndbandi má sjá nýja viðbyggingu Hópsskóla sem er nánast orðin klár til notkunar.