Útskrift 10. bekkjar

 • Grunnskólafréttir
 • 9. júní 2021

Í dag voru nemendur 10.bekkjar útskrifaðir frá Grunnskóla Grindavíkur við hátíðlega athöfn í sal skólans við Ásabraut. Nemendur tóku við útskriftarskírteini með bros á vör áður en þau héldu út í sumarið.

Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri byrjaði á því að halda ræðu og bjóða fólk velkomið. Hún brýndi fyrir nemendum mikilvægi þess að sýna sjálfum sér virðingu og minnti þau á að nú stæðu þau í fyrsta sinn frammi fyrir því eiga að velja sér braut í lífinu.

 

Hjörtur Jónas Klemensson formaður nemendaráðs hélt ræðu og fór yfir félagsstarf nemenda í vetur. Þakkaði hann samnemendum, kennurum og starfsmönnum Þrumunnar fyrir gott samstarf.

Þá var komið að því að veita viðurkenningar. Guðlaug Erlendsdóttir aðstoðarskólastjóri afhenti viðurkenningarnar fyrir vel unnin verkefni.

Stuttmyndagerð er árlegt verkefni hjá elsta stiginu og eru veitt verðlaun fyrir þrjú efstu sætin.

Þriðju verðlaun hlutu nemendur úr 10.bekk fyrir myndina White Chicks. Þetta voru þær Thelma Dögg og Kolbrún Richardsdóttir í 10.A og Tinna Dögg og Bríet Rose í 10.V. 
Í öðru sæti varð myndin Footloose sem unnin var af nemendum í 9.bekk.


Fyrstu verðlaun hlaut myndin Grease, sem nemendur í 10. bekk gerðu. Þetta voru þær Hjördís Emma og Elíasbet Ýrr í 10.V og þær Hildur Harpa, Kristín Björg, Angela, Arna Rún, Edda Geirdal, Stefanía Ósk og Eydís í 10.A.


Á hverju ári tilnefna kennarar við skólann nemendur sem þykja hafa sýnt mikla hjálpsemi, dugnað og jákvæðni í starfinu yfir veturinn. Í ár voru það nokkrir nemendur í 10. bekk sem hlutu þessa viðurkenningu.

Þær Elísabet Ýrr í 10.V og Eydís í 10.A hjóta viðurkenningu fyrir mikla elju og dugnað í vinnu skólablaðsins.

 

 
Þeir Flóvent Adhikari og Agnar Guðmundsson í 10.V hlutu viðurkenningu fyrir hjálpsemi, jákvæðni og dugnað.

 


Fyrir framúrskarandi árangur í listum fengu tveir nemendur viðurkenningu, þetta voru þær Ágústa María Ohlsson í 10.A og Aðalfríður Mekkín Samúelsdóttir í 10.V.

 

Fyrir framúrskarandi árangur í verkgreinum hlaut Kristín Björg Ómarsdóttir í 10.A viðurkenningu.

 

Fyrir vel unnin störf í þágu nemenda hlaut Hjörtur Jónas Klemensson í 10.A viðurkenningu.

 

Fyrir góðan árangur í íþróttum pilta og stúlkna veitir Ungmennafélag Grindavíkur farandbikar og skjöld til eignar. Íþróttakona Grunnskóla Grindavíkur vorið 2021 er Eydís Steinþórsdóttir í 10.A og íþróttamaður Grunnskóla Grindavíkur er Ingólfur Hávarðarson í 10.V.

 

Fritz Fabian Haraldsson í 10.A tók sig til og skipulagði skólaskákmót í vetur og sá hann um að auglýsa, skipuleggja og gera allt klárt fyrir mótið. Sigurvegari mótsins var Fóvent Adhikari.

 

Landsbanki Íslands hefur í mörg ár veitt verðlaun til nemenda fyrir góðan árangur í stærðfræði. Í ár fékk Eydís Steinþórsdóttir í 10.A viðurkenningu fyrir framúrskarandi árangur í stærðfræði. Einnig hlaut Eydís viðurkenningu fyrir afbragðsárangur í íslensku.

 

Fyrir framúrskarandi árangur í dönsku hlaut Kristín Björg Ómarsdóttir í 10.A viðurkenningu. Þess má geta að Kristín hefur þegar lokið stúdentsprófi í dönsku.

 

Fyrir framúrskarandi árangur í ensku fékk aðalfríður Mekkín Samúelsdóttir í 10.V viðurkenningu.

 


Að lokum var veitt viðurkenning fyrir góðan námsárangur í 10.bekk. Í ár hlaut Eydís Steinþórsdóttir í 10.A viðurkenningu.


Þegar nemendur höfðu veitt viðurkenningum viðtöku var komið að afhendingu prófskírteina. Umsjónarkennarar 10.bekkja, Anna Þórunn Guðmundsdóttir og Valdís Inga Krisitnsdóttir aðstoðuðu við afhendingu skírteinanna og var greinilegt að nemendur munu sjá á eftir kennurum sínum því þau voru mörg faðmlögin sem sáust þegar skírteinin voru afhent.

Í lok athafnar fengu fulltrúar nemenda í 10.bekk orðið og voru það þau Arna Rún Reynisdóttir og Ingólfur Hávarðarson sem veittu umsjónarkennurum sínum gjöf með þökkum fyrir samstarfið í vetur.

Eftir útskriftina var síðan kaffisamsæti þar sem nemendur og foreldrar gæddu sér á veitingum sem framreiddar voru af Höllu Sveinsdóttur og Rögnu Sigurðardóttur ásamt starfsfólki skólans.

 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Grunnskólafréttir / 17. nóvember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

Grunnskólafréttir / 2. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

Grunnskólafréttir / 6. maí 2022

Tóku ţátt í Frímó

Grunnskólafréttir / 11. febrúar 2022

Lćrt um flatarmál

Grunnskólafréttir / 8. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

Grunnskólafréttir / 27. janúar 2022

Almenn hamingja!

Grunnskólafréttir / 13. janúar 2022

Heimsókn frá Pálmari Ragnarssyni

Grunnskólafréttir / 13. desember 2021

8-liđa úrslitum spurningakeppni unglingastigs lokiđ

Grunnskólafréttir / 9. desember 2021

Skemmtilegir uppbrotsdagar

Grunnskólafréttir / 16. nóvember 2021

Dagur íslenskrar tungu

Grunnskólafréttir / 1. nóvember 2021

Gaman á hrekkjarvöku og í draugahúsinu

Grunnskólafréttir / 31. október 2021

1.bekkingar fengu körfubolta ađ gjöf

Grunnskólafréttir / 27. október 2021

Skáld í skólum!

Grunnskólafréttir / 21. október 2021

Svo skemmtilegt í heimilisfrćđi!

Grunnskólafréttir / 14. október 2021

Vel heppnađar uppbyggingasmiđjur á miđstigi

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Glćsilegar grímur 5.bekkinga

Grunnskólafréttir / 12. október 2021

Góđur vinafundur ţegar leikskólabörn heimsóttu 1.bekkinga

Grunnskólafréttir / 7. október 2021

Forvarnadagur forseta Íslands

Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

 • Grunnskólafréttir
 • 1. desember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

 • Grunnskólafréttir
 • 6. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

 • Grunnskólafréttir
 • 19. maí 2023

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

 • Grunnskólafréttir
 • 25. mars 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 9. febrúar 2022

Rökkurró í febrúar

 • Grunnskólafréttir
 • 4. febrúar 2022

Flytja í nýbygginguna viđ Hópsskóla

 • Grunnskólafréttir
 • 26. janúar 2022

Gleđi og ánćgja á litlu jólum eldri nemenda

 • Grunnskólafréttir
 • 20. desember 2021

Logn og stilla í útikennslu

 • Grunnskólafréttir
 • 14. desember 2021

Heimsókn frá Má Gunnarssyni

 • Grunnskólafréttir
 • 13. desember 2021

Upplýsingatćkni í 3.bekk

 • Grunnskólafréttir
 • 26. nóvember 2021