Skóli á grćnni grein

  • Grunnskólinn
  • 4. maí 2018

Grunnskóli Grindavíkur er stoltur Grænfánaskóli og var fyrsta Grænfánanum flaggað vorið 2016, vorið 2018 flaggaði skólinn öðrum fána sínum og þann 4. júní 2021 fékk skólinn afhentan þriðja Grænfánann.  
-    Við veljum lýðræði, mannréttindi og jafnrétti þar sem raddir allra heyrast
-    Góð umgengi og umhverfisvitund eru okkar einkunnarorð
-    Við hvetjum til útivistar og samvinnu


Við í Grunnskóla Grindavíkur vinnum eftir þessum orðum ásamt einkunnarorðum skólans virðing, vellíðan og virkni sem höfð eru að leiðarljósi í umhverfisstefnu okkar. Þessi einkunnarorð eiga vissulega vel við í umhverfismálum, viðhorfum til náttúrunnar og alls lífsins. Í skólastefnu Grindavíkurbæjar eru sett markmið í umhverfismálum með áherslu á að nýta til fullnustu þá möguleika sem felast í þeirri auðlind sem býr í grenndarsamfélaginu með það að markmiði að byggja upp jákvætt viðhorf og virðingu milli nemenda og samfélags.
Í umhverfisnefnd skólans sitja fulltrúar starfsmanna og nemenda sem kosnir eru á hverju hausti. Að auki sitja húsvörður og skólastjórnendur í umhverfisnefndinni. Þemu og markmið eru kynnt fulltrúum nemenda að hausti og velja þeir þau markmið sem skólinn mun leggja áherslu á það skólaár. Skólaárið 2021-2022 leggur skólinn áherslu á að efla reglulega hreyfingu, útkennslu, andlega vellíðan, forvarnir, samskipti nemenda, vitund og þekkingu á orkugjöfum. 
Skólaárið 2018-2019 ákváðu fulltrúar nemenda í umhverfsnefnd skólans að koma á þeirri hefð að á hverju vori færu allir nemendur og starfsmenn skólans út að tína rusl. Hver árgangur á „sitt svæði“ þar sem hann tínir rusl og má nefna svæði eins og t.d. Kúadalinn, útikennslusvæðið við Mánagötu og í kringum Kvikuna. Einnig er farið um Þórkötlustaðarnes og Hópssnes. Hver árgangur vigtar það rusl sem hann tínir og bíða allir spenntir eftir heildartölunni. Vorið 2019 var tínt um 500 kg af rusli, árið á eftir var ruslið sem tínt var 1200 kg og vorið 2021 var tínt rúmlega 1000 kg af rusli.


Að vera Grænfánaskóli er hluti af skipulögðum umhverfisaðgerðum við skólann. Í framtíðinni er ætlunin að halda áfram að vinna jafnt og þétt að markmiðum okkar og taka ákveðin skref á hverjum vetri til eflingar aukinnar umhverfisvitundar. 


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

  • Grunnskólafréttir
  • 17. nóvember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

  • Grunnskólafréttir
  • 2. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Tóku ţátt í Frímó

  • Grunnskólafréttir
  • 6. maí 2022

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

Lćrt um flatarmál

  • Grunnskólafréttir
  • 11. febrúar 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

  • Grunnskólafréttir
  • 8. febrúar 2022