Núvitund á yngsta stigi

  • Grunnskólinn
  • 16. mars 2016

Núvitund 

Nemendur læra leiðir til að róa hugann, minnka streitu, auka einbeitingu og vellíðan í gegnum núvitundaræfingar. Með núvitund fá nemendur tækifæri á að skoða, viðurkenna og tjá tilfinningar sínar í gegnum ýmsar æfingar. Í smiðjum læra nemendur öndun, slökun og æfingar sem styðja við núvitundina og ýta undir sjálfstraust og jákvæð samskipti. Með þessum hætti teljum við að nemendur nái, eins og segir í Aðalnámskrá; „að tileinka sér hæfni sem felur í sér jákvæð viðhorf og siðferðisstyrk, tilfinningar og sköpunarmátt og félagsfærni og frumkvæði", til að fóta sig í flóknum heimi.

Rannsóknir á ungmennum sýna að ástundun núvitundar hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu, félagsfærni, tilfinningalíf og líðan þeirra.

Erlendar rannsóknir á núvitund í skólastarfi hafa sýnt fram á að með ástundun núvitundar dregur úr áhyggjum barna og ungmenna, streitu, kvíða og neikvæðri hegðun og þau upplifa aukna vellíðan, sjálfsöryggi, aukna sjálfsvitund og innri frið.


 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR

Nýjustu fréttir

Hvernig get ég stutt barniđ mitt á óvissutímum?

  • Grunnskólafréttir
  • 1. desember 2023

Foreldrasamvera grunn- og leikskólabarna - streymi er lokiđ

  • Grunnskólafréttir
  • 17. nóvember 2023

Skólaslit í 1.-9.bekk og viđurkenningar

  • Grunnskólafréttir
  • 6. júní 2023

Útskrift 10. bekkjar

  • Grunnskólafréttir
  • 2. júní 2023

1.bekkur skellti sér í árlega ferđ

  • Grunnskólafréttir
  • 19. maí 2023

Tóku ţátt í Frímó

  • Grunnskólafréttir
  • 6. maí 2022

Glćsileg árshátíđ á miđstigi

  • Grunnskólafréttir
  • 25. mars 2022

Lćrt um flatarmál

  • Grunnskólafréttir
  • 11. febrúar 2022

100 daga hátíđ hjá 1.bekk

  • Grunnskólafréttir
  • 9. febrúar 2022

Spurningakeppni unglingastigs komin af stađ á ný

  • Grunnskólafréttir
  • 8. febrúar 2022