Sala íbúđa

  • 14. nóvember 2012

Reglur um framkvæmd sölu íbúða Grindavíkurbæjar

Markmið þessara reglna er að skýra hvernig staðið er að sölu íbúða í eigu Grindavíkurbæjar.
Stefna Grindavíkurbæjar er að fækka íbúðum í eigu sveitarfélagsins en nýta þess í stað þau úrræði sem sveitarfélagið hefur uppá að bjóða, þ.e. húsaleigubætur og sérstakar húsaleigubætur.

1. Ákvörðun um sölu íbúða er hjá bæjarráði en framkvæmd í höndum sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og bæjarstjóra. Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs skal að jafnaði setja í sölu þær íbúðir sem losna vegna uppsagnar leigjanda á húsaleigusamningi. Félagsþjónustu- og fræðslusvið skal senda sviðstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs upplýsingar um íbúðir sem losna vegna uppsagnar leigjanda.

2. Íbúðir í eigu Grindavíkurbæjar skulu seldar í því ástandi sem þær eru að undangenginni auglýsingu og skulu líða 7 virkir dagar frá því auglýsing birtist þar til tilboðum er svarað.

3. Að jafnaði skulu íbúðir ekki standa auðar í meira en 30 daga.

4. Mat á tilboðum skal byggt á verðmati fasteignasala og skulu tilboð í íbúðir koma í gegnum fasteignasölu. Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs hefur umboð til að hafna tilboðum og gera gagntilboð í samráði við bæjarstjóra. Öll tilboð sem koma í íbúðir í eigu sveitarfélagsins skulu koma til kynningar í bæjarráði. Endanleg ákvörðun er í höndum bæjarstjórnar sbr. 6. tl. 58. gr. laga nr. 138/2011.

5. Nú hefur leigjandi búið í tvö ár eða lengur í íbúð í eigu Grindavíkurbæjar og öðlast hann þar með kauprétt að íbúðinni. Kaupréttur verður virkur ef leigusamningi er sagt upp í samræmi við ákvæði húsaleigulaga. Skal þá sveitarfélagið gefa leigjanda kost á að kaupa íbúðina á verðmati löggilts fasteignasala, sem sveitarfélagið aflar á sinn kostnað. Náist ekki samningar skal íbúðin auglýst á hefðbundinn hátt og nýtur leigjandi þá ekki forkaupsréttar eða annars réttar í söluferlinu umfram aðra tilboðsgjafa.

6. Kauptilboð skulu lögð fyrir bæjarstjórn til samþykktar.

Ákv. til bráðab.
Leigandi sem hefur búið í íbúð í eigu Grindavíkurbæjar í tvö ár við setningu þessara reglna hefur öðlast kauprétt skv. 4. gr. við samþykkt þeirra.

Samþykkt í bæjarstjórn 31. október 2012.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR