Menningarvika í Grindavík 9. - 17. mars 2019
Menningarvika Grindavíkur er nú haldin í ellefta sinn. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í dagskrá vikunnar þar sem bæði heimamenn og gestir þeirra stíga á stokk.
Setning Menningarviku fer fram í Grindavíkurkirkju laugardaginn 9. mars kl. 17:00. Við það tilefni verða menningarverðlaun Grindavíkurbæjar afhent auk þess sem hinn nýstofnaði Kvennakór Grindavíkur syngur nokkur lög.
Fjöldi Grindvíkinga hefur unnið að viðburðum í tengslum við vikuna á undanförnum vikum. Má þar nefna nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins sem setja upp sýningar í Kvikunni – auðlinda- og menningarhúsi Grindvíkinga. Þá setur Minja- og sögufélag Grindavíkur upp sýningu um skipsströnd og strandminjar í Kvennó auk þess sem sýndar verða myndir sem sendar voru inn í ljósmyndaleik grindavik.is fyrr í vetur í Framsóknarsalnum.
Auk áðurnefndra viðburða má nefna Kútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur, leiksýningarnar Rauðhettu og Sigvalda Kaldalóns, uppistand með Ara Eldjárn, heimsókn frá Maxímús Músíkús, opið hús í Bakka, fjölda tónleika og hina sívinsælu Listasmiðju barnanna.
Grindvíkingar eru hvattir til þess að nýta sér tækifærið og fjölmenna á menningarviðburðina. Menningarvikan er skipulögð af þeim Eggeri Sólberg Jónssyni, sviðsstjóra frístunda- og menningarsviðs og Kristínu Maríu Birgisdóttur, upplýsinga- og markaðsfulltrúa. Hægt er að senda þeim póst varðandi hátíðina á eggert@grindavik.is og kristinmaria@grindavik.is
Mynd: Anna Sigríður Sigurjónsdóttir, bæjarlistamaður Grindavíkur 2018.
Í byrjun febrúar stefna Grindvíkingar að því að brjóta upp hversdaginn, njóta samveru með fjölskyldunni, upplifa umhverfi sitt með öðrum hætti og hvíla raftækin. Íbúar eru hvattir til að skipuleggja eða koma með tillögur að viðburðum í ...
NánarFrístunda- og menningarnefnd Grindavíkurbæjar hefur undanfarið unnið að endurskoðun á menningarstefnu sveitarfélagsins. Drög að endurskoðaðri stefnu voru lögð fram á fundi nefndarinnar 7. október sl.
Íbúum og hagaðilum gefst kostur á að senda inn ábendingar ...
NánarHæ, hó, jibbí, jei! Grindavíkurbær býður íbúum til veislu í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga. Hátíðarhöld í ár munu að mestu fara fram á Grindavíkurvelli og í Kvikunni. Á Grindavíkurvelli gefst börnum ...
NánarVið minnum áhuga sama á að senda inn sitt framlag í rafrænna myndlistarsýningu Kvikunnar!
Öllum íbúum og velunnurum Grindavíkur er velkomið að taka þátt í sýningunni. Hún fer þannig fram að allir áhugasamir skapa listaverk heima hjá sér og ...
NánarUndanfarið ár hefur verið unnið að breytingum á Kvikunni, menningarhúsi Grindvíkinga. Á síðasta ári var ráðist í ítarlega stefnumótunarvinnu fyrir húsið og er nú unnið út frá niðurstöðu þeirrar vinnu. Í byrjun árs ...
NánarÁkveðið hefur verið að fresta Safnahelgi á Suðurnesjum um óákveðinn tíma vegna COVID-19 veirunnar. Safnahelgi átti að fara fram helgina 14. og 15. mars næstkomandi þar sem öll sveitarfélög á Suðurnesjum veita ókeypis aðgang í öll söfn á ...
NánarÁkveðið hefur verið að Menningarvikan sem að fram hefur farið um miðjan mars undanfarin ellefu ár verði að Menningarvori í Grindavík. Menningarvorið mun standa frá miðjum mars fram í miðjan maí.
Grindvíkingar, fyrirtæki, stofnanir, þjónustuaðilar og allir ...
NánarGrindavíkurbær vinnur nú að endurnýjun menningarstefnu sveitarfélagsins. Af því tilefni er boðað til opins fundar um menningarmál í Grindavík mánudaginn 3. febrúar nk. kl. 20:00. Á fundinum, sem að fram fer í Kvikunni, gefst íbúum tækifæri til að koma ...
NánarLangleggur og Skjóða koma í heimsókn í Kvikuna sunnudaginn 15. desember kl. 10 og skemmta kátum krökkum á öllum aldri.
Langleggur og Skjóða eru systkini jólasveinanna. Þau eru hress og skemmtileg og þykir ekkert skemmtilegra en að vera í jólaskapi. Skjóðu finnst gaman ...
NánarFrístunda- og menningarnefnd hefur undanfarnar vikur unnið að endurskoðun verklagsreglna vegna afhendingar menningarviðurkenninga Grindavíkurbæjar. Nefndin samþykkti á fundi sínum 6. nóvember sl. að auglýsa drög að verklagsreglum til umsagnar þar sem íbúum og hagsmunaaðilum gefst ...
NánarFrá árinu 1984 hefur fjallkona, tákngervingur Íslands, komið fram við hátíðarhöld í tilefni af 17. júní í Grindavík. 35 konur hafa klæðst búningnum til þessa og mun sú 36. koma fram við hátíðarhöldin í ár. Upplýsingar ...
NánarMenningarviku lýkur í dag með tónleikum Bertu Drafnar Ómarsdóttur í Víðihlíð og Grindavíkurkirkju. Sýningarnar í Kvikunni, Kvennó og Framsóknarsalnum verða að sjálfsögðu opnar.
14:00 ...
NánarHin árlega og sívinsæla listasmiðja barnanna fer fram í Grunnskólanum við Ásabraut (athugið breytta staðsetningu) í dag í tilefni af Menningarviku í Grindavík. Smiðjan er opin öllum sem hafa áhuga á að skapa og leika sér. Þá er opið hús í ...
NánarÍ tilefni menningarviku Grindavíkur og 30 ára afmæli staðarins sem áður var Hafurbjörninn og nú Fish House verða stórtónleikar annað kvöld 16. mars.
Nánar
Þeir sem fengu Járngerði, bæjarmálablað Grindavíkurbæjar inn um lúguna í síðustu viku tóku líklega eftir því að á bls. 9 í blaðinu er RATLEIKUR BARNANNA. Leikurinn er settur upp í tengslum við Menningarviku í Grindavík. Ekki ...
NánarGrindavíkurbær og Minja- og sögufélag Grindavíkur standa í dag fyrir málþingi um strandminjar í Grindavík í Kvennó. Málþingið er öllum opið. Minja- og sögufélag Grindavíkur heldur áfram sýningum á Ég man þig í Bakka og ...
NánarAri Eldjárn mætir til Grindavíkur í kvöld og sýnir í sal Grunnskólans kl. 20:30. Þá sýnir Minja- og sögufélag Grindavíkur hina sígildu kvikmynd Síðasta bæinn í dalnum í Bakka kl. 19:30. Auk þess eru sýningar opnar í Kvikunni, ...
NánarKútmagakvöld Lionsklúbbs Grindavíkur hefur verið haldið í yfir 40 ár og óhætt að fullyrða að hér sé um að ræða einn af hápunktum ársins hjá Grindvíkingum. Kvöldið er stærsta fjáröflun klúbbsins en Sigmar Eðvarðsson er ...
NánarMenningarvika Grindavíkur var sett við hátíðlega athöfn í Grindavíkurkirkju á laugardaginn. Uppistaðan í dagskránni var söngur Kvennakórs Grindavíkur. Dagskránni stýrði Eggert Sólberg Jónsson, sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs og Jóna ...
NánarStarfsfólk og nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur bjóða íbúum Grindavíkur í opið hús kl. 16:30 í dag og á tónleika kl. 17:30. Þá stendur Minja- og sögufélag Grindavíkur fyrir sýningu á kvikmyndinni Ég man þig í Bakka. Loks ...
NánarMenningarvika Grindavíkur og Safnahelgi á Suðurnesjum halda áfram í dag. Á dagskránni eru m.a. notaleg sögustund í Kvikunni fyrir börnin, leikrit um Sigvalda Kaldalóns, bingó í Grunnskólanum Ásabraut og Kaffíhúsamessa í Grindavíkurkirkju. Þá eru ...
NánarMenningarvika Grindavíkur hefst formlega í dag og verður sett í Grindavíkurkirkju kl. 17. Setningin er opin öllum íbúum Grindavíkur og gestum þeirra. Við það tækifæri verður Höllu Maríu Svansdóttur afhent Menningarverðlaun Grindavíkur 2019 auk þess sem ...
NánarDraumaleikskólinn okkar
Í ljósi þess að til stendur að byggja nýjan leikskóla í Grindavíkurbæ þá fannst okkur tilvalið að heyra sjónarhorn nemenda í leikskóla hvernig draumaleikskólinn á að vera að þeirra mati. Var ákveðið að ...
Þrátt fyrir að Menningarvikan verði ekki sett formlega fyrr en á morgun verða margir viðburðir á dagskrá í dag, föstudaginn 8. mars. Má þar nefna að nemendur í leik- og grunnskólum bæjarins opna sýningar í Kvikunni, Hjónaklúbbur Grindavíkur fagnar 60 ...
NánarNýtt og veglegt blað Járngerðar er komið út og verður því dreift í hús hér í Grindavík, í kvöld og á morgun. Um er að ræða fyrsta tölublað ársins 2019 og er m.a. að finna glæsilega dagskrá Menningarviku Grindavíkur 9. - 17. mars ...
NánarSagan um Rauðhettu og úlfinn gerist inni í Ævintýraskóginum en eins og Lottu er von og vísa blandast fleiri þekkt ævintýri inn í verkið. Við kynnumst þremur grísum og ævintyrum þeirra þegar úlfurinn ætlar sér að hafa þá í matinn. Svo ...
NánarHalla María Svansdóttir hlýtur Menningarverðlaun Grindavíkur 2019 en verðlaunin verða afhent við setningu Menningarviku 9. mars kl. 17:00.
Síðan Halla hóf framleiðslu á matarpokum árið 2012 í eldhúsinu heima hjá sér hefur hún haft jákvæð ...
NánarMenningarvika Grindavíkur er nú haldin í ellefta sinn og að vanda er dagskráin fjölbreytt. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 9. mars kl. 17:00. Dagskrá Menningarviku er jafnframt að finna í Járngerði sem að dreift verður í hús á ...
NánarMenning á Suðurnesjum er Facebook-síða sem heldur utan um alla mögulega menningarviðburði á Suðurnesjum. Markmið hennar er að skapa vettvang fyrir bæði skipuleggjendur menningarviðburða og þá sem vilja njóta menningar á Suðurnesjum.
Við hvetjum áhugasama til ...
NánarMenningarviku 2018 lauk síðastliðinn sunnudag eftir viðburðaríka viku. Fjölmargir viðburðir og sýningar stóðu Grindvíkingum og gestum þeirra til boða og voru sýningar, viðburðir og tónleikar mjög vel sóttir. Dagskráin var fjölbreytt að vanda og vonandi að ...
NánarVel var mætt á Króniku - Grindavíkursögur, sem haldin var á Bryggjunni síðastliðið fimmtudagskvöld. Þar voru mættir fræðimennirnir Birna Bjarnadóttir og Már Jónsson til að kynna bækur sínar og lesa upp. Birna kynnti verk sitt Heiman og heim, sem er safn greina um ...
NánarMenningarvika er nú óðum að ná hápunkti sínum, en í kvöld verða tvennir glæsilegir tónleikar á dagskrá. Kl. 20:00 eru tónleikar enska karlakórsins The Sundays boys í Grindavíkurkirkju og kl. 22:00 eru stórtónleikar SSSól á dagskrá í ...
NánarÍ kvöld verða Grindavíkursögur á Bryggjunni en þar munu þau Már Jónsson sagnfræðingur og dr. Birna Bjarnadóttir kynna nýjar bækur sínar sem báðar tengjast Grindavík. Már kynnir bókina „Þessi sárafátæka sveit“ sem hann er ...
NánarTónlist og tónleikar verða áberandi í dagskrá Menningarviku í dag. Tónleikahald verður um allan bæ í allan dag og byrjar strax kl. 10:30 í Hópsskóla. Nemendur úr Söngskóla Emilíu verða með stórtónleika í Kvikunni og kl. 21:00 verður Valgeir ...
NánarLeikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en síðastliðin ellefu sumur hefur hópurinn ferðast með útileiksýningar út um allt land. Á hverju ári setur hópurinn upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af ...
NánarFöstudaginn 16. mars verður blásið til tónleika í Grindavíkurkirkju þar sem enski karlakórinn The Sunday Boys kemur fram og lofa þeir félagar fjölbreyttri og skemmtilegri dagskrá. Kórinn er í sinni fyrstu ferð utan Englands og munu halda tvenna tónleika í heimsókn sinni til ...
NánarHljómsveitin Grafík fagnaði með tónleikum í lok síðasta árs að 30 ár voru liðin frá útgáfu plötunnar Leyndamál. Það þóttist takast það vel að eftirspurn hefur verið síðan að leikið sé meira og víðar. Nú er ...
NánarMinja- og sögufélag Grindavíkur ætlar að sýna kvikmyndina „Ég man þig“ sem byggð er á samnefndri bók eftir Yrsu Sigurðardóttur. Myndin verður sýnd föstudagskvöldið 16.mars kl. 20:00.
Kvikmyndin var að miklu leyti tekin upp í Bakka og er ...
NánarSævar Helgi Bragason, stundum betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, mun heimsækja bókasafn Grindavíkur í kvöld og fræða okkur um himingeiminn. Sævar kom líka til okkar á bókasafnið í fyrra og þá var fullt út úr dyrum og allir fóru heim með ...
NánarÞað er þétt dagskrá á Menningarviku í dag, og þá ekki síst í kvöld. Það er ljóst að einhverjir þurfa að velja og hafna þegar kemur að kvöldinu, en þá verður boðið uppá stjörnuskoðun með Stjörnu Sævari á ...
NánarMinningarkvöld til minningar um Viðar Oddgeirsson verður haldið í Kvennó í kvöld, þriðjudagskvöldið 13. mars og hefst klukkan 20:00. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Keflvíkingurinn Viðar Oddgeirsson (1956-2017) starfaði um árabil hjá RÚV bæði sem ...
NánarÞjóðargersemin, tónlistarmaðurinn og grínarinn Valgeir Guðjónsson ekur til Grindavíkur og flytur eigin lög frá löngum og litríkum ferli sínum á Fish house fimmtudaginn 15. mars. Spiluð verða óskalög úr sal ef Valgeir man þau og glænýtt efni flýtur ...
NánarAnna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari, hefur verið útnefnd Bæjarlistamaður Grindavíkur árið 2018 af frístunda- og menningarnefnd. Verðlaunin voru afhent við setningu Menningarviku laugardaginn 10. mars.
Anna Sigríður hefur búið og starfað í ...
Menningarvika Grindavíkur heldur áfram í dag. Sýningar eru opnar útum allan bæ, ljósmyndanámskeið verður á bókasafninu kl. 14:00 en við vekjum sérstaka athygli á fyrirlestrinum „Ofþjálfun eða ofurþjálfun“ sem verður í Gjánni kl. 18:00. ...
NánarLeikhópurinn Lotta er landsmönnum að góðu kunnur en síðastliðin ellefu sumur hefur hópurinn ferðast með útileiksýningar út um allt land. Á hverju ári setur hópurinn upp nýjar sýningar, sýningar sem allar hafa slegið í gegn og eru enn spilaðar af ...
NánarAllir sem áhuga hafa á að skapa og leika sér eru velkomnir í Hópsskóla laugardaginn 10. mars. Við byrjum klukkan eitt og leikum okkur og sköpum til klukkan þrjú. Við höfum safnað að okkur ýmiskonar efnivið sem fær nýtt hlutverk í höndum okkar. Mikilvægt er að ...
NánarMenningarvika Grindavíkur er nú haldin í tíunda sinn og að vanda er dagskráin fjölbreytt. Formleg setning hátíðarinnar verður í Grindavíkurkirkju laugardaginn 10. mars kl. 16:00. Að þessu sinni er áhersla lögð á það sem sameinar okkur, sama hver ...
Nánar