Menningarstefna Grindavíkurbćjar

  • 19. desember 2013

HLUTVERK

Tilgangur menningarstefnu Grindavíkurbæjar er að íbúar bæjarins fái notið menningar- og menningarstarfs. Leiðarljós stefnunnar er að efla áhuga, löngun og möguleika bæjarbúa til að njóta menningar.

MARKMIÐ
- að menningarstarf verði veigamikill þáttur í bæjarlífinu árið um kring. 
- að Grindavíkurbær verði ímynd þróttmikillar menningar, þar sem listsköpun er gert hátt undir höfði. 
- að markvisst verði unnið að listrænu uppeldi barna og unglinga svo að menning og listsköpun verði sjálfsagður þáttur í lífi þeirra.
- að upplýsingar um alla menningarstarfsemi bæjarbúa verði aðgengilegar og vel kynntar.
- að starfsemi safna innan bæjarins verði aukin og þess gætt að þau hafi aðdráttarafl fyrir alla aldurshópa.
- að umsjón með listaverkum og menningartengdum munum í eigu bæjarins sé fagleg og viðhald þeirra reglubundið.
- að fjölmenningin fái notið sín.
- að rækta samband við vinabæi Grindavíkur á menningar-sviðinu.

LEIÐIR
- Sjö daga menningarhátíð haldin ár hvert.
- Bæjarlistamaður Grindavíkurbæjar útnefndur annað hvert ár.
- Menningarverðlaun veitt annað hvert ár.
- Veittur skal stuðningur til metnaðarfullra menningarverkefna og menningarviðburða. 
- Sköpuð verði aðstaða og vettvangur til listsköpunar, listviðburða og listsýninga samfara annarri uppbyggingu í bæjarfélaginu.
- Skapandi íbúar Grindavíkur hvattir til að taka virkari þátt í samfélaginu s.s. með samstarfi við skóla bæjarins og aðrar stofnanir.
- Listræn og menningarleg sjónarmið verði sjálfsagður hluti af allri skipulagsvinnu bæjarins.
- Sögu, menningu og minjum bæjarins verði haldið á lofti á lifandi og framsækinn hátt, t.d. á minja- og skjalasafni.
- Bókasafnið sé öflug menningar- og upplýsingamiðstöð.
- Stuðlað verði að þróunar- og frumkvöðlastarfsemi í tengslum við listmenntun barna og unglinga.
- Þátttaka barna og ungmenna í listtengdu námi verði niðurgreidd. 
- Stuðlað verði að virku menningarsamstarfi milli allra aldurshópa.
- Gera þeim íbúum sem koma frá öðrum menningarsvæðum, kleift að kynna eigin menningu og siði. 
- Bjóða listamönnum vinabæja að vinna að listsköpun sinni og halda námskeið.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR