Kæru nemendur og foreldrar
Viljum minna ykkur á morgundaginn þriðjudaginn 5 júlí verður lokað kl.12:00 , athugið að ekki verður boðið upp á hádegismat. Síðan opnum við aftur kl.10:00 miðvikudaginn 10.ágúst.
Við hér í Laut óskum ykkur alls hins besta í sumarfríinu og svo hittumst við öll hress og endurnærð eftir sumarfríið. Munið að njóta samverunnar, börnin njóta þess líka að fá bara að vera, þurfa ekki fasta dagskrá allan daginn líkt og í leikskólanum. En við viljum samt sem áður benda ykkur á mikilvægi þess að halda áfram að baða börnin ykkar í orðum og lesa fyrir börnin ykkar á hinum ýmsu stöðum í sumar.
Einnig viljum við nota tækifærið og þakka þeim börnum sem eru að fara í Hópsskóla í haust sem og foreldrum þeirra fyrir samveruna í gegnum árin.
Tveir starfsmenn eru að hætta hjá okkur núna um sumarfrí , Margrét á Hlíð og Sandra á Múla, við óskum þeim alls hins besta í framtíðinni og þökkum þeim kærlega fyrir samstarfið.