Ađ byrja í leikskóla

  • Laut
  • 19. febrúar 2018

Að byrja í leikskóla er stórt skref ekki bara fyrir barnið heldur einnig fyrir foreldrana. Undanfarin ár höfum við haft Þátttökuaðlögun sem hefur reynst mjög vel bæði fyrir barnið,fjölskylduna og leikskólann. En hvað er Þátttökuaðlögun :

Þátttökuaðlögun
Leikskólinn er samfélag þar sem fullorðnir og börn byggja upp þekkingu saman og er staður námstækifæra. Barnið tekur virkan þátt í að móta umhverfi  sitt og þekkingu. Í þeim anda er hin nýja aðlögun sem nefnd er þátttökuaðlögun. Hún byggist á því að ekki er verið að venja barnið við að vera skilið eftir í leikskólanum, heldur er það að læra að vera í nýjum aðstæðum. 
Þátttökuaðlögunin byggir m.a. á þeirri trú að foreldrar yfirfæri eigin öryggiskennd og forvitni í þessum nýju aðstæðum, á börnin sín. Með því að foreldrar séu þátttakendur frá fyrsta degi öðlist þeir öryggi um dagskipulagið og það nám og starf sem fram fer á leikskólanum. Þeir kynnast kennurum, öðrum börnum, foreldrum og starfinu í leikskólanum. 
Foreldrar eru inni á heimastofu með barninu allan tímann (nema þegar þau sofa). Foreldrar sinna barni sínu, skipta á, gefa barninu að borða, leika með  og eru til staðar fyrir barnið. Kennarar eru virkir þátttakendur í aðlöguninni, þeir skipuleggja daginn og deila verkefnum. Á fjórða degi koma börnin um morguninn og kveðja foreldrana fljótlega. Einstaka börn þurfa að hafa foreldra sína með sér í lengri tíma en reynslan sýnir að þau eru fá.

Yfirleitt stendur aðlögun yfir í fjóra daga en einstaka barn þarf aðeins lengri tíma, það er einstaklingsbundið og metið í hvert sinn. Sama á við ef um eldri börn er að ræða þá er það metið út frá hverjum einstaklingi.

Gagnlegar upplýsingar:

  • Foreldrar skrifa undir dvalarsamning þar sem meðal annars er tekið fram viðverutími barnsins. Við viljum benda á að mikilvægt er að virða viðverutímann því að starfsmannahaldið er miðað við viðverutíma og fjölda barna hverju sinni. 
  • Ef að foreldrar þurfa að breyta viðverutíma barna sinna þarf að fylla út umsóknareyðublað sem deildarstjóri útvegar. Nauðsynlegt er að sækja um fyrir 15. dag mánaðarins fyrir breytingu til þess að breytingin taki gildi um næstu mánaðarmót með fyrirvara um að hægt er að verða við óskum um breyttan viðverutíma.
  • Okkur þykir mjög vænt um ef að foreldrar láta vita t.d. ef að barnið verður í leyfi eða er veikt. Bæði er hægt að hringja í leikskólann en einnig er hægt að senda skilaboð í gegnum Karellen - appið.
  • Ef að einhver annar en foreldrar sækja barnið þarf að láta starfsfólk heimastofunnar vita af því.
  • Systkini þurfa að vera á tólfta aldursári til þess að mega sækja börn í leikskólann.
  • Ef að símanúmer, netfang eða heimilsfang breytist látið deildarstjóra vita.
  • Einnig viljum við endileg hveta foreldra til þess að láta okkur vita t.d. ef að barn er með hlaupabólu eða aðra álíka barnasjúkdóma, einnig verður að láta vita ef að barn fær lús eða njálg.
  • Útivera er stór hluti af leikskólastarfinu og reglan er sú í Laut að börn séu ekki inni ef að þau eru eitthvað slöpp, eða alveg að verða veik. Það sama á við eftir veikindi en barnið þarf að vera það hresst að geta farið í útveru þegar það mætir aftur í leikskólann.
  • Ef að barn er með ofnæmi /óþol fyrir einhverjum fæðutegundum þarf að framvísa vottorði þess efnis og endurnýja þarf vottorð á hverju hausti. 

 

 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Laus störf viđ leikskólann Laut

  • Lautarfréttir
  • 26. apríl 2021

Jólahurđir í Laut

  • Lautarfréttir
  • 30. nóvember 2020

Listaverk leikskólanna komin upp

  • Lautarfréttir
  • 29. maí 2019

Ţema - hafiđ

  • Lautarfréttir
  • 28. maí 2019

Hefurđu skođun á skólastefnunni?

  • Lautarfréttir
  • 29. mars 2019

Guđmundur tannlćknir í heimsókn í Laut

  • Lautarfréttir
  • 1. febrúar 2019

Gjaldskrá Lautar fyrir áriđ 2019

  • Lautarfréttir
  • 18. desember 2018

Prjónasystur komu fćrandi hendi

  • Lautarfréttir
  • 19. nóvember 2018

Jólabakstur og jólaforeldrakaffi í Lautinni

  • Lautarfréttir
  • 9. nóvember 2018