Foreldrafélag

  • Laut
  • 3. nóvember 2013

 

Foreldrafélag Lautar skipa :

 

 

 

 

Foreldrafélag Leikskólans var stofnað 1. nóvember 2000. Á þeim fundi voru m.a. starfsreglur (lög) félagsins samþykktar.


Í því skyni að stuðla að velferð og efla hag barna og með stoð í ákvæðum leikskólalaga nr. 78/1994 sem lúta að samvinnu foreldra og starfsfólks leikskóla með velferð barna að markmiði:

STARFSREGLUR:

1. gr. Félagið heitir Foreldrafélagið Laut.
2.gr. Félagar eru: Foreldrar og/eða forráðamenn barna á leikskólanum Laut.

3.gr. Markmið foreldrafélagsins er að stuðla að velferð barna með því meðal annars að vinna:
a) að aukinni samvinnu foreldra og starfsfólks og innbyrðis um starfsemi og aðbúnað leikskólans.
b) að því að leggja hagsmunum barna lið bæði innan leikskólans og út á við.

4.gr. Félagsgjald er ákveðið á aðalfundi. Gjaldið greiðist mánaðarlega. Leitað skal eftir samvinnu leikskóla-
stjóra eða rekstraraðila leikskóla um innheimtu þess. Gjaldið rennur í sjóð sem stendur straum af
kostnaði við starfsemi félagsins.

5.gr. Kosning til stjórnar félagsins skal fara fram á aðalfundi. Stefnt skal að því að hver deild leikskólans
eigi fulltrúa í stjórninni. Auk þess skal starfsfólk kjósa einn fulltrúa til setu í henni, svo að samtals
skipi stjórn 7 fulltrúar . Æskilegt er að hluti fulltrúa sitji í tvö ár í senn í stjórn. Stjórnin skiptir
sjálf með sér verkum. Kjósa skal formann, ritara og gjaldkera.

6.gr. Félagsmenn skulu á aðalfundi móta leiðir að markmiði félagsins. Bókfæra skal allar ákvarðanir.

7.gr. Stjórn félagsins hefur forgöngu um alla vinnu við starfsemi þess. Val verkefna og vinna stjórnarmanna og
annarra félagsmann skal vera innan ramma og markmiða félagsins og að því marki sem ákvarðana aðal-
fundar nýtur við skal eftir þeim farið.
Stjórn kemur saman svo oft sem þurfa þykir, þó ekki sjaldnar en mánaðarlega.

8.gr. Aðalfund skal halda á tímabilinu 15. sept. til 1. nóv. ár hvert og skal boða til hans með auglýsingu með
minnst viku fyrirvara.

Dagskrá aðalfundar skal vera þessi:
a) Skýrsla um starfsemi félagsins.
b) Reikningar félagsins.
c) Kosning stjórnar.
d) Breytingar á starfsreglum.
e) Ákvörðun félagsgjalda.
f) Önnur mál.

9.gr. Tillögur til breytinga á starfsreglum verða að hafa borist stjórninni skriflega í síðasta lagi 3 dögum fyrir
auglýstan aðalfund. Breytingar á starfsreglum ná því aðeins fram að ganga að 2/3 fundarmanna greiði
þeim atkvæði.

Starfsreglur þessar voru samþykktar á stofnfundi félagsins, þann 1. nóvember 2000

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR


Nýjustu fréttir

Laus störf viđ leikskólann Laut

  • Lautarfréttir
  • 26. apríl 2021

Jólahurđir í Laut

  • Lautarfréttir
  • 30. nóvember 2020

Listaverk leikskólanna komin upp

  • Lautarfréttir
  • 29. maí 2019

Ţema - hafiđ

  • Lautarfréttir
  • 28. maí 2019

Hefurđu skođun á skólastefnunni?

  • Lautarfréttir
  • 29. mars 2019

Guđmundur tannlćknir í heimsókn í Laut

  • Lautarfréttir
  • 1. febrúar 2019

Gjaldskrá Lautar fyrir áriđ 2019

  • Lautarfréttir
  • 18. desember 2018

Prjónasystur komu fćrandi hendi

  • Lautarfréttir
  • 19. nóvember 2018

Jólabakstur og jólaforeldrakaffi í Lautinni

  • Lautarfréttir
  • 9. nóvember 2018