Menningarhúsið Kvikan og Óskar Kristinn Vignisson bjóða upp á kvikmyndakvöld á Skírdag, 6. apríl kl. 20:00. Kvikmyndin Ókindin eða ,,Jaws” í leikstjórn Steven Spielbergs þarf vart að kynna enda löngu orðin klassík sem allir kvikmyndaunnendur þekkja.
Ókindin markaði nýtt upphaf stórmynda (blockbusters) og á stórmerkilega sögu á bakvið sig. Grindvíski leikstjórinn Óskar Kristinn Vignisson mun kynna myndina fyrir sýningu og jafnvel taka við nokkrum spurningum að henni lokinni.
Það verður kósý stemning í Kvikunni, boðið verður upp á kaffi en gestir eru hvattir til að koma með nesti þar sem engin sjoppa er á staðnum.
Aðgangur ókeypis.