7000 gestir í júní

  • Kvikufréttir
  • 30. júní 2022
7000 gestir í júní

Það má með sanni segja að Kvikan hafi iðað af lífi í júní! Fjöldi gesta í mánuðinum nemur um 7000 heimsóknum, þar af eru lang flestir Íslendingar, og af þeim er vitanlega mest af Grindvíkingum. Þetta eru tvöfalt fleiri gestir en allt árið 2019, en það sem af er 2022 eru heimsóknirnar orðnar á fjórtánda þúsund. Þessi mikla fjölgun er fagnaðarefni fyrir okkur sem að Kvikunni standa, ekki bara vegna þess að heimsfaraldur er loksins ekki þrándur í götu okkar lengur heldur sýnir hún að okkur hefur tekist  breyta starfseminni þannig að fólk laðast að og menningarlíf húsins og bæjarins er auðugra en áður! Flutningur Saltfiskssýningarinnar á efri hæð hússins opnaði mikla möguleika á neðri hæðinni og sú breyting hefur haft mikið að segja og stutt það markmið að húsið nýtist íbúum Grindavíkur í meira mæli en áður.

Það er táknrænt að í dag, síðasta dag júní mánaðar, söfnuðust saman þrír ólíkir hópar í húsinu samtímis. Það voru daglegu kaffigestirnir í forsalnum, SumarÞruman í skapandi verkefnum í salnum og foreldrar í fæðingarorlofi í sófahorninu. Samtímis tíndust inn nokkrir ferðamenn í upplýsingaleit og safnaheimsókn. Þetta er einmitt það sem okkur hefur dreymt um að sé hægt og við vonum að þið haldið áfram að venja komur ykkar í Kvikuna til að hitta annað fólk og njóta menningar í ýmsu formi!

 

Hátíðarhöld eftir langt hlé

Lang flestar heimsóknir júní mánaðar tengdust Sjóaranum síkáta sem haldinn var í fyrsta sinn í 3 ár. Hátíðin fór vel fram, bæði í Kvikunni sem og á hátíðarsvæðinu og ljóst að fólk naut þess mjög að mega koma saman á bæjarhátíð eftir svo langt hlé. Áætlað er að  minnst 4500 gestir hafi komið í Kvikuna yfir hátíðardagana þrjá. Í húsinu var bæði markaðstorg og vöfflusala auk salernisaðstöðu, upplýsingamiðstöðvar og hurðaleiksins sem einning dró marga inn. Þetta var í fyrsta sinn sem vöfflusalan var í stóra salnum og mæltist það vel fyrir; fjáröflun UMFG gekk vel og vel fór um kaffigesti. Aðstaða skemmtikrafta og starfsfólks var jafnframt í Kvikunni auk þess sem ýmsir lögðu leið sína á sýninguna Saltfiskur í sögu þjóðar á efri hæðinni.

Eins og undanfarin ár var boðið í kaffi í Kvikunni á þjóðhátíðardaginn 17. Júní. Vegna veðurspár færðist hluti dagskrárinnar í Hópið og komu því heldur færri í Kvikuna en undanfarin ár eða aðeins um 550 manns en síðustu ár hafa gestir verið nærri 1000. Það var þó kátt á hjalla og öll 200 sætin í salnum fyllt þegar Einar Aron töframaður og söngnemar Bertu Drafnar stigu á sviðið.

 

Kaffi og leikir alla miðvikudaga

Krakkar bæjarins heimsóttu okkur einnig oft, en eftir að skóla lauk hefur verið boðið upp á söngnámskeið og SumarÞruman hefur einnig verið í Kvikunni undanfarið. Einnig var hjólabrettanámskeið í salnum í vor en því lauk í byrjun júní. Alla miðvikudaga fram í lok ágúst verður boðið upp á leiki á vegum SumarÞrumunar á Húllinu eða í salnum á miðvikudögum kl. 13-15. Krakkar á öllum aldri og fjölskyldur eru velkomin að taka þátt í dagskránni. Leikirnir koma í stað vikulegra menningarviðburða sem boðið var uppá yfir vetrarmánuðina en stefnt er að því að hefja vikulega menningardagskrá að nýju í haust. Í júlí ætlar Listvinafélag Grindavíkur að bjóða upp á opnar smiðjur frá þrjú á miðvikudögum. Þetta er nýstofnað félag sem vonandi mun enn auka á flóru menningarstarfs í bænum og því hvetjum við alla áhugasama að taka þátt í starfinu.

Eldri borgararar fara ekki í sumarfrí og því gerir kaffið okkar á miðvikudögum það ekki heldur. Margir koma þó ekki bara á miðvikudögum klukkan tíu heldur þiggja kaffibolla alla daga vikunnar þegar við opnum klukkan 11. Það er mikill heiður og ánægja að fá að taka á móti eldra fólki bæjarins og að Kvikan sé þeim samkomustaður.

Hópar og útleiga

Ýmsir hópar hafa sótt okkur heim; velferðarnefnd Norðurlandaráðs, Vinnuskólinn og foreldrar með ung börn. Innlendir og erlendir hópar ferðamanna koma að skoða Saltfisksýninguna auk þess sem upplýsingamiðstöð ferðamanna er í Kvikunni. Ýmislegt fleira dregur að; saumavélin sem íbúar hafa aðgang að, fræðslu fyrirlestrar á vegum Janusar - heilsueflingar, haldnir hafa verið tónleikar, námskeið og viðburðir fyrir almenning og lokaða hópa. VIð þökkum þeim fjölmörgu sem komið hafa og bjóðum ykkur velkomin að koma aftur til okkar!

Þeir sem hafa áhuga á að halda viðburði, námskeið, fundi eða annað slíkt í húsinu geta haft samband við okkur í síma eða með tölvupósti. Hægt er að óska eftir að fá leigu fellda niður fyrir verkefni og viðburði sem ekki eru haldnir í hagnaðarskyni og eru opnir eru íbúum.

Sjáumst í Kvikunni!

Verið öll velkomin í Kvikuna klukkan 11-17 alla daga. Frítt er inn á saltfisk sýninguna á efri hæð, krítar og litir í boði fyrir krakkana og íbúum er boðið upp á kaffi. Frábært skjól á pallinum og útsýni yfir höfnina bæði þaðan og úr forsalnum. Saumavélin er jafnframt til afnota fyrir íbúa án endurgjalds. Hægt er að fá kort og upplýsingar um göngu- og akstursleiðir á Reykjanesi auk almennra upplýsinga fyrir ferðamenn og íbúa.

Á facebook síðu Kvikunnar má nálgast fréttir um viðburði og aðra dagskrá.  

 

      


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Kvikufréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Kvikufréttir / 30. júní 2022

7000 gestir í júní

Kvikufréttir / 3. desember 2021

Gefðu aukagjafir um jólin

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

Kvikufréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Kvikufréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn með uppistand í Kvikunni

Kvikufréttir / 16. ágúst 2021

Pínulitla gula hænan í Grindavík

Kvikufréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiðja, sirkusnámskeið og sumarlestur

Kvikufréttir / 9. apríl 2021

Aðgangur að gossvæðinu aukinn

Kvikufréttir / 1. apríl 2021

Svona er fyrirkomulag rútuferða og verð

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Bílastæði í grennd við gönguleiðina

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Magnaðar breytingar á Geldingadölum eftir gos


Nýjustu fréttir

Komdu í bíó!

  • Kvikufréttir
  • 4. apríl 2023

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Pólskum degi frestað

  • Kvikufréttir
  • 10. nóvember 2021

Farandsirkus í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 16. október 2021

Björgvin Páll með erindi í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. október 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Kvikufréttir
  • 2. september 2021

Vel heppnaðar smiðjur í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. júlí 2021