Dagskrá menningarhúsanna í Grindavík um jól og áramót 2021

  • Kvikufréttir
  • 15. nóvember 2021
Dagskrá menningarhúsanna í Grindavík um jól og áramót 2021

Minningar um ljúfa samveru í aðdraganda jóla með fjölskyldu og vinum fylgja okkur alla ævi. Dagskráin í Kvikunni og á Bókasafni Grindavíkur er fjölbreytt næstu vikur. Þá skipuleggja félagasamtök, veitingastaðir og handverkshúsin einnig reglulega áhugaverða viðburði.

Vinsamlegast athugið að dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar, m.a. vegna sóttvarnarráðstafana.

JÓLABÓKAFLÓÐIÐ Á BÓKASAFNINU
Bókasafnið er komið í jólabúning og jólabækurnar streyma í hús. Heimsókn á bókasafnið fyrir jólin er fastur liður hjá mörgum enda mikilvægt að hafa góðar bækur til að lesa í skammdeginu. GEFÐU AUKAGJAFIR UM JÓLIN Grindvíkingar eru hvattir til að kaupa aukagjafir fyrir jólin, merkja fyrir hvaða aldur þær henta og koma þeim fyrir undir fallega jólatrénu í Kvikunni. Tekið er við gjöfunum til 12. desember.

BINGÓHAPPADRÆTTI KVENFÉLAGS GRINDAVÍKUR
Kvenfélag Grindavíkur stendur fyrir bingóhappadrætti fyrir jólin eins og í fyrra. Vinningarnir er glæsilegir að vanda og eru fyrirtækjum færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Miðar verða til sölu á aðventunni. Dregið verður á þrettándanum, 6. janúar.

KRÓNIKA MEÐ ALLA
Alli á Eyri segir grindvískar sögur miðvikudaginn 24. nóvember kl. 20:00. Alli er einstakur sagnamaður og rifjar upp sögur af fólki og viðburðum úr Grindavík eins og honum einum er lagið. Þá er aldrei að vita nema lagið verði tekið inn á milli sagna. Aðgangur ókeypis og boðið upp á kaffi.

MORGUNKAFFI Í KVIKUNNI
Eldri íbúum er boðið upp á kaffi í Kvikunni alla miðvikudagsmorgna kl. 10:00. 24. nóvember leikur tónlistartríó ljúfa og jólalega tóna. 1. desember mæta leikskólabörn í heimsókn. Í desember verður jólalegt andrúmsloft og boðið upp á smákökur með kaffinu.

FIMMTUDAGSSMIÐJUR
Kvikan er opin börnum á grunnskólaldri sem geta unnið sjálfstætt að sinni listsköpun alla fimmtudaga kl. 14:30-16:30. Smiðjan verður í jólafríi 23. og 30. desember.

FORELDRAMORGNAR
Kvikan er opin foreldrum ungra barna alla föstudagsmorgna kl. 10:00. Þar gefst tækifæri til að setjast niður og spjalla saman í notalegu umhverfi. Fylgist með á kvikan.is.

JÓLAHLAÐBORÐ Á SALTHÚSINU
Á Salthúsinu verður boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð 27. nóvember frá kl. 18:00. Grétar Matt spilar undir.

AÐVENTUSTUND Í KIRKJUGARÐINUM
Ljósin verða kveikt á krossljósum í kirkjugarðinum að Stað auk þess sem ljósin á jólatrénu verða tendruð fyrsta sunnudag í aðventu, 28. nóvember kl. 18:00. Kór Grindavíkurkirkju leiðir söng. Lesnir verða textar og bænir beðnar. Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina.

JÓLATRÉÐ Í KVIKUNNI SKREYTT
Börn í leikskólunum Króki og Laut sjá um að skreyta jólatréð í Kvikunni 29. nóvember til 1. desember. Við sama tækifæri syngja þau jólalög og fá góðgæti að launum.

JÓLATÓNLEIKAR KIRKJUKÓRS GRINDAVÍKURKIRKJU
Kirkjukór Grindavíkurkirkju syngur inn jólahátíðina á sínum árlegu jólatónleikum 1. desember kl. 20:00. Á dagskránni eru m.a. jólalög með Queen, Þremur á palli og Coldplay í nýjum útsetningum Kristjáns Hrannars Péturssonar. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

BRIMBRETTAKVÖLD Í ÞRUMUNNI
Davíð Ingi Bustion og Ivan Jugovic kynna brimbretti, brimbrettasmíði og brimbrettaíþróttina fyrir nemendum í 8.-10. bekkk í Þrumunni 1. desember kl. 20:00.

KAFFIHÚSAKVÖLD FYRIR UNGT FÓLK
Ungmennahús Grindavíkur leggur Kvikuna undir sig fimmtudagskvöldið 2. desember. Kakó og kaffi í boði fyrir ungt fólk á aldrinum 18-25 ára.

JÓLAHLAÐBORÐ Á BRYGGJUNNI
Meistarakokkurinn Dag Kristoffersen og hans fólk matreiða jólakræsingar af mikilli snilld á Bryggjunni 3., 4., 10 og 11. desember. Hinn eini sanni Maggi Kjartans, Stefanía Svavars og Axel O flytja jólalög og leika fyrir dansi. Borðapantanir í síma 426 7100 og info@bryggjan.com.

SUNNUDAGASKÓLINN
Sunnudagaskólinn, sem er fastur liður hjá mörgum fjölskyldum, er vettvangur fyrir dýrmætar samverustundir með ástvinum. Síðasti sunnudagaskólinn fyrir jól verður 5. desember kl. 11:00.

AÐVENTUHÁTÍÐ Í GRINDAVÍKURKIRKJU
Þann 5. desember kl. 18:00 verður aðventuhátíð í Grindavíkurkirkju fyrir alla fjölskylduna. Börn og unglingar taka þátt í að flytja helgileik í tali og tónum. Kristín E Pálsdóttir leiðir helgileikinn. Kór Grindavíkurkirkju syngur undir stjórn Kristjáns Hrannar Pálssonar. Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina.

JÓLATÓNLEIKAR GRINDAVÍKURDÆTRA
Kvennakórinn Grindavíkurdætur heldur sína árlegu jólatónleika í Grindavíkurkirkju þriðjudaginn 7. desember kl. 20:00. Á dagskránni verða vinsæl jólalög, íslensk og erlend. Miðaverð 1.000 kr.

JÓLABÓKAKVÖLD
Rithöfundarnir Unnur Lilja Aradóttir, Benný Sif Ísleifsdóttir og Hildur Knútsdóttir lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum og spjalla við gesti. Notarleg kvöldstund með áhugaverðum rithöfundum í Kvikunni 8. desember kl. 20:00.

JÓLAFUNDUR KVENFÉLAGS GRINDAVÍKUR
Jólafundur Kvenfélags Grindavíkur fer fram föstudaginn 10. desember kl. 19:00. Á fundinum verður boðið upp á jólamat með tilheyrandi. Gestir eru velkomnir með félagskonum.

SÆLKERAKVÖLD Á SJÓMANNASTOFUNNI VÖR
Kokkarnir Helgi Hrafn Emilsson og Guðmundur Jónsson töfra fram fimm rétta veislu á Sjómannastofunni Vör 11. desember. Borðapantanir í síma 772-7511 eða 865-5052. Pantanir þurfa að berast fyrir 1. desember.

JÓLABALL í GRUNNSKÓLANUM ÁSABRAUT
Jólaball fyrir nemendur í 7.-10. bekk í sal Grunnskóla Grindavíkur við Ásabraut kl. 20:00.

SKÖTUHLAÐBORÐ Á SALTHÚSINU
Á Salthúsinu verður boðið upp á hið árlega skötuhlaðborð á Þorláksmessu, 23. desember, kl. 11:30-14:00 og 18:00-20:00.

SKÖTUHLAÐBORÐ Á SJÓMANNASTOFUNNI VÖR
Sjómannastofan Vör býður upp á sitt árlega skötuhlaðborð á Þorláksmessu, 23. desember. Skata, saltfiskur, siginn fiskur, steiktur fiskur, meðlæti og grjónagrautur.

JÓLIN HRINGD INN - HÁTÍÐARMESSA Á AÐFANGADEGI
Messað verður í Grindavíkurkirkju kl. 18:00 á aðfangadegi, 24. desember. Einsöngvari verður Melkorka Ýr Magnúsdóttir. Kirkjukór Grindavíkurkirkju syngur undir stjórn organista. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar.

NÓTTIN VAR SÚ ÁGÆT EIN - MIÐNÆTURMESSA Á AÐFANGADEGI
Messað verður í Grindavíkurkirkju kl. 23:30 á aðfangadegi, 24. desember. Kirkjugestir koma saman og ganga inn í helgustu nótt ársins. Kveikt verða ljós og sungið saman „Heims um ból“. Kristján Fannar Pálsson organisti leiðir sönginn. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar.

HÁTÍÐARMESSA Í VÍÐIHLÍÐ
Messað verður í Víðhlíð kl. 11:00 á jóladegi, 25. desember. Kór Grindavíkurkirkju syngur undir stjórn Kristjáns Hrannars Péturssonar organista. Sr. Elínborg þjónar

JÓLAFJÖLSKYLDUBÍÓ Í KVIKUNNI
Kvikan býður fjölskyldum í bíó milli jóla og nýárs. Dagana 27.-30. desember verða sýndar sígildar og jólalegar fjölskyldumyndir daglega kl. 13:00.

KRÓNIKA MEÐ ALLA
Alli á Eyri segir grindvískar sögur miðvikudaginn 29. desember kl. 20:00. Alli er einstakur sagnamaður og rifjar upp sögur af fólki og viðburðum úr Grindavík eins og honum einum er lagið. Þá er aldrei að vita nema lagið verði tekið inn á milli sagna. Aðgangur ókeypis og boðið upp á kaffi.

ÍÞRÓTTAFÓLK GRINDAVÍKUR
Viðurkenningar vegna íþróttaafreka sem unnin voru á árinu sem er að líða verða afhentar í Gjánni á gamlársdag, 31. desember, kl. 11:00. Meðal verðlaunanna eru viðurkenningar til þjálfara ársins, liðs ársins, íþróttamanns og íþróttakonu Grindavíkur.

HÁTÍÐARMESSA Á GAMLÁRSDAG
Messað verður í Grindavíkurkirkju kl. 17:00 á gamlársdag, 31. desember. Kór Grindavíkurkirkju leiðir sönginn undir stjórn Kristjáns Hrannars Péturssonar organista. Sr. Elínborg Gísladóttir þjónar.

ÞRETTÁNDAGLEÐI
Venju samkvæmt kveðja Grindvíkingar jólin með þrettándagleði 6. janúar. Ekki er ólíklegt að púkar fari á stjá um kl. 16 og banki upp á í heimahúsum. Kl. 19:00 hefst þrettándagleði í Kvikunni. Börn sem mæta í búning fá glaðning. Á svæðið mæta ýmsir vættir auk þess sem grindvíkingur ársins er verðlaunaður. Að lokinni dagskrá fer fram flugeldasýning í boði fyrirtækja í Grindavík.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Kvikufréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Kvikufréttir / 30. júní 2022

7000 gestir í júní

Kvikufréttir / 3. desember 2021

Gefđu aukagjafir um jólin

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

Kvikufréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Kvikufréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn međ uppistand í Kvikunni

Kvikufréttir / 16. ágúst 2021

Pínulitla gula hćnan í Grindavík

Kvikufréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiđja, sirkusnámskeiđ og sumarlestur

Kvikufréttir / 9. apríl 2021

Ađgangur ađ gossvćđinu aukinn

Kvikufréttir / 1. apríl 2021

Svona er fyrirkomulag rútuferđa og verđ

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Bílastćđi í grennd viđ gönguleiđina

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Magnađar breytingar á Geldingadölum eftir gos


Nýjustu fréttir

Komdu í bíó!

  • Kvikufréttir
  • 4. apríl 2023

Króníka međ Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Pólskum degi frestađ

  • Kvikufréttir
  • 10. nóvember 2021

Farandsirkus í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 16. október 2021

Björgvin Páll međ erindi í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. október 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Kvikufréttir
  • 2. september 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. júlí 2021