Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Bókasafnsfréttir
  • 2. september 2021
Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

Haustinu fylgja ferskir vindar sem blása munu um menningarhús Grindvíkinga. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá fyrir almenning, fjölskyldur, skólahópa og börn í Kvikunni og Bókasafni Grindavíkur. Þá skipuleggja veitingastaðir og handverkshúsin reglulega áhugaverða viðburði.

FORELDRAMORGNAR
Kvikan er opin foreldrum ungra barna alla föstudagsmorgna kl. 10:00. Þar gefst tækifæri til að setjast niður og spjalla saman í notarlegu umhverfi. Fylgist með á kvikan.is.

FIMMTUDAGSSMIÐJUR
Kvikan er opin börnum á grunnskólaldri sem geta unnið sjálfstætt að sinni listsköpun alla fimmtudaga kl. 14:30-16:30. Af og til kíkja góðir gestir í heimsókn. Fylgist með á kvikan.is.

BÓKASAFNSDAGURINN
Bóksafnsdagurinn verður haldinn hátíðlegur 8. september á bókasöfnum um allt land. Vakin er athygli á öllu því mikilvæga starfi sem unnið er á bókasöfnum og nauðsyn þeirra fyrir samfélagið. Á Bókasafni Grindavíkur er dagurinn sektarlaus. Lánþegar geta þá skilað bókum og fengið sektir á þeim felldar niður.

VHS KREFST VIRÐINGAR
VHS er einn vinsælasti grínhópur landsins um þessar mundir. Hópurinn sýnir glænýtt grín í Kvikunni 15. september kl. 20:00. Hópurinn lofar frábærri stemmingu en sætaframboð er takmarkað. Miðasala fer fram í Kvikunni og er miðaverð 1.000 kr. Látið ekki happ úr hendi sleppa!

HAUSTKRANSAGERÐ MEÐ GUGGU
Lærðu að útbúa þinn eigin haustkrans undir leiðsögn Guggu í Blómakoti 22. og 23. september kl. 20:00. Þátttakendur eru hvattir til að koma með greinar, lyng, mosa og ber til þess að nota. Námskeiðs- og efnisgjald er 3.500 kr. og greiðist á staðnum.

SMIÐJUDAGUR Í KVIKUNNI
24. september verður smiðjudagur í Kvikunni milli kl. 10:00 og 12:00. Þá verður Kvikan opin börnum á grunnskólaaldri sem geta unnið sjálfstætt að sinni listsköpun. Ekki verður boðið upp á gæslu. Fylgstu með á kvikan.is.

HVERSU RÍKUR ER JÓAKIM FRÆNDI?
Dagana 27. september til 1. október keppast nemendur í 4.-7. bekk um að giska á hversu margar krónur verða í peningatanki Jóakims frænda sem komið verður fyrir á Bókasafni Grindavíkur. Sá eða sú sem kemst næst réttri upphæð fær myndasögusyrpu í verðlaun.

MENNINGARVERÐLAUN GRINDAVÍKUR
Menningarverðlaun Grindavíkur verða afhent í Kvikunni þann 29. september kl. 17:30. Verðlaunin eru veitt árlega sem viðurkenning fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og/eða menningar.

MÍN LEIÐ GEGNUM SJÁLFMYNDARKRÍSU, STREITU OG EYÐILEGGINGU EGÓSINS
Björgvin Páll Gústavsson mætir í Kvikuna 6. október kl. 17:00 og segir frá á hreinskilinn og persónulegan hátt frá áratuga feluleik sem varð til þess að hann hrundi líkamlega og andlega og bataferlinu sem enn stendur yfir.

SJÁLFBÆRAR BYGGINGAR Í GRINDAVÍK
Arkitektinn Davíð Ingi Bustion kynnir meistaraverkefni sitt í Kvikunni 13. október kl. 17:00. Verkefnið snýr að byggingu sjálfbærra húsa í Grindavík. Að kynningu lokinni má búast við áhugaverðum umræðum um þróun byggðar í sveitarfélaginu.

SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM
Hin árlega Safnahelgi á Suðurnesjum fer fram 16. og 17. október. Helgin er uppfull af skemmtilegum uppákomum og viðburðum um allan Reykjanesskagann. Söfn, setur og sýningar á Suðurnesjum opna dyr sínar fyrir íbúum og gestum svæðisins. Fylgstu með á safnahelgi.is.

SMIÐJUDAGUR Í KVIKUNNI
18. og 19. október verða smiðjudagar í Kvikunni milli kl. 10:00 og 12:00. Þá verður Kvikan opin börnum á grunnskólaaldri sem geta unnið sjálfstætt að sinni listsköpun. Ekki verður boðið upp á gæslu. Fylgstu með á grindavik.is.

STAÐBUNDIÐ VEÐURFAR Í GRINDAVÍK
Veðurfræðingurinn Einar Sveinbjörnsson segir frá og ræðir við gesti Kvikunnar 20. október kl. 20:00 um einkenni veðurlags í Grindavík. Þá fjallar hann um hvaða gagn má hafa af veðurspám og hvernig þekking fólks á staðbundnu veðri getur aukið gagnsemi þeirra.

BÚH! HREKKJAVAKA Á BÓKSAFNINU
Í hrekkjavökuvikunni, 25.-29. október verður Bókasafn Grindavíkur skreytt í anda hrekkjavökunnar og draugar gamalla sundlaugavarða fara á kreik. Draugasögur verða áberandi á safninu auk þess sem nemendum í 4.-7. bekk býðst að fara í feluleik í myrkrinu.

ALÞJÓÐLEGI BANGSADAGURINN
Kvikan breytist í bangsaspítala í tilefni af alþjóðlega bangsadeginum, 27. október. Börn mega koma með bangsa eða dúkku að heiman og hitta heilbrigðisstarfsfólk. Bangsinn verður læknaður eftir því sem við á þ.e. settar umbúðir, plástrað, saumað o.frv.

DRAUGAHÚS ÞRUMUNNAR
Félagsmiðstöðin Þruman leggur Kvikuna undir sig og setur upp upp draugahús í tilefni af hrekkjavöku. Húsið verður opið almenningi 3. nóvember. Fylgstu með á kvikan.is.

VILLIBRÁÐARHELGI Á FISH HOUSE
Haustið er tími villibráðarinnar. Kári á FishHouse útbýr einstakar kræsingar sem munu renna ljúft niður 5. og 6. nóvember. Stebbi Jak og Haffi sjá um tónlistina. Búast má við töfrandi stemmningu með ljúfengum mat og meiriháttar tónlist.

PÓLSKUR DAGUR
10. nóvember verður pólskur dagur í Kvikunni. Þar gefst tækifæri til að kynnast pólskri menningu, hittast, spjalla og kynnast. Nánar auglýst síðar á kvikan.is.

NORRÆNN BÓKMENNTAARFUR
Í Norrænni bókmenntaviku, 15.-21. nóvember, er leitast við að efla lestrargleði og breiða út norrænar bókmenntir á Norðurlöndunum og nágrannalöndum. Bókasafn Grindavíkur mun bjóða börnum upp á upplestur úr norrænum bókum.

SMIÐJUDAGUR Í KVIKUNNI
23. nóvember verður smiðjudagur í Kvikunni milli kl. 10:00 og 12:00. Þá verður Kvikan opin börnum á grunnskólaaldri sem geta unnið sjálfstætt að sinni listsköpun. Ekki verður boðið upp á gæslu. Fylgstu með á kvikan.is.

DAGUR ÍSLENSKRAR TUNGU
Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur 16. nóvember ár hvert, á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar. Bókasafn Grindavíkur notar daginn til að kynna nýja og gamla íslenska höfunda fyrir lánþegum.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Kvikufréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Kvikufréttir / 30. júní 2022

7000 gestir í júní

Kvikufréttir / 3. desember 2021

Gefđu aukagjafir um jólin

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

Kvikufréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Kvikufréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn međ uppistand í Kvikunni

Kvikufréttir / 16. ágúst 2021

Pínulitla gula hćnan í Grindavík

Kvikufréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiđja, sirkusnámskeiđ og sumarlestur

Kvikufréttir / 9. apríl 2021

Ađgangur ađ gossvćđinu aukinn

Kvikufréttir / 1. apríl 2021

Svona er fyrirkomulag rútuferđa og verđ

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Bílastćđi í grennd viđ gönguleiđina

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Magnađar breytingar á Geldingadölum eftir gos


Nýjustu fréttir

Komdu í bíó!

  • Kvikufréttir
  • 4. apríl 2023

Króníka međ Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Pólskum degi frestađ

  • Kvikufréttir
  • 10. nóvember 2021

Farandsirkus í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 16. október 2021

Björgvin Páll međ erindi í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. október 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Kvikufréttir
  • 2. september 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. júlí 2021