Í sumar stendur Kvikan fyrir menningartengdum námskeiðum fyrir börn. Frábært hæfileikafólk hefur gengið til liðs við Kvikuna sem mun veita börnunum innsýn í nýja heima.
Í júní var Ólöf Helga, starfsmaður Kvikunnar, með námskeið í fatahönnun en hún hefur lært fagið í LA. Þátttakendur lærðu um strauma og stefnur í tísku, sníðagerð, teiknuðu flíkur og unnu að fatasamsettningum, gerðu "moodboard" og saumuðu flík, fræddust um mismunandi efni og hvernig þau eru teiknuð.
Viðtökurnar voru frábærar, þátttakendur sátu lengi eftir að námskeiði lauk á daginn og héldu áfram að vinna verkefni tengd námskeiðinu. Framhaldsnámskeið verður vonandi í vetur.
Viku síðar var svo hljóðfærasmiðja í umsjón eldri nemenda úr tónlistarskólanum í Grindavík. Smiðjan var samstarfsverkefni vinnuskóla, tónlistarskólans og Kvikunnar. Þátttakan var góð og má ættla að þar hafi vaknað áhugi á tónlistarnámi hjá mörgum þátttakenda. Við vonumst til að geta haldið áfram að bjóða upp á opnar tónlistarsmiðjur annað slagið.
Trommur, trompet, ugulele, hljómborð, rafmagnshljóðfæri og fleira var í boði.
Stjörnuhópar af báðum leikskólum komu og fengu að prófa. Þeir höfðu misst af heimsókn í tónlistarskólann vegna covid og voru mjög ánægð með heimsóknina. Þau fengu líka krakka-leiðsögn um saltfisksýninguna og spiluðu bingo sem þau fylltu út.
Öll þessi námskeið verða í boði fyrir börn fædd 2008-2012 og Kvikan tekur þátt í kostnaði þannig að þátttakendur greiða einungis 7500 fyrir hvert námskeið.
Bundnar eru vonir við að þetta geri flestum börnum kleift að taka þátt og stuðli þannig að áframhaldandi uppbyggingu á starfsemi í menningar- og listgreinum fyrir börn í Grindavík.
Skráning og nánari upplýsingar má nálgast í Kvikunni:
Sími: 420-1190 og í gegnum tölvupóst á kvikan@grindavik.
Framundan eru söngnámskeið í umsjón Bertu Drafnar. Skráning á netfangið berta@berta og leiklistarnámskeið í umsjón Unnar Guðrúnar skráning á kvikan@grindavik
Sama gjald er og áður og kennt er í hópum.
Stefnt er að því að vera með smiðjur fyrir krakka í haust en við flytjum fréttir af því þegar nær dregur.
Fleiri myndir af fatahönnunarnámskeiði og hljóðfærasmiðju má finna á Facebook síðu bæjarins.