Tónlistarsmiðja, sirkusnámskeið og sumarlestur

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. júní 2021
Tónlistarsmiðja, sirkusnámskeið og sumarlestur

Það verður heldur betur nóg um að vera fyrir börn í menningarhúsnum í næstu viku, tónlistarsmiðja og sirkusnámskeið auk þess sem sumarlesturinn fer á fullt skrið. 

TÓNLISTARSMIÐJA Í KVIKUNNI
Í næstu viku fer fram spennandi tónlistarsmiðja í Kvikunni fyrir börn sem hafa áhuga á tónlist og hljóðfæraleik. Eldri nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur kynna hljóðfæri og tónverk fyrir áhugasömum börnum. Smiðjan er opin fyrir nemendur í 3. og 4. bekk milli kl. 9:30 og 11:30 og nemendur í 5., 6. og 7. bekk kl. 13:00 og 15:00. Athugið að ekki er gerð krafa um bakgrunn í tónlist til að taka þátt. Ekki er þörf á að skrá börn í smiðjuna og ekki er innheimt þátttökugjald.

SIRKUSNÁMSKEIÐ HRINGLEIKS
Sirkushópurinn Hringleikur býður upp á tveggja daga sirkusnámskeið fyrir 8-13 ára Grindvíkinga 
dagana 22. og 23. júní. Um er að ræða skemmtilegt og líkamlega krefjandi tveggja daga sirkusnámskeið þar sem þátttakendur kynnast undirstöðum sirkuslistanna. Námskeiðið er klukkan 11:00-13:30 báða dagana. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Skráning fer fram hér.  

SUMARLESTUR BÓKASAFNSINS
Þá er rétt að minna á að sumarlesturinn á bókasafninu sem hefst í næstu viku og stendur til 13. ágúst. Sumarlesturinn er fyrir nemendur í 1.-6. bekk hefst að þessu sinni mánudaginn 21. júní. Síðasti dagur til að skila lestrarmiðum og nálgast verðlaun verður föstudagurinn 13. ágúst. Veitt eru lítil verðlaun fyrir 5, 10, 15 og 20 lesnar bækur. Allar rannsóknir sýna að börn sem lesa yfir sumarið standa betur að vígi að hausti en þau sem ekkert lesa og viljum við því hvetja foreldra til að aðstoða börn sín við að halda í þann lestrarhraða sem þau hafa unnið að í vetur.

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Kvikufréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Kvikufréttir / 30. júní 2022

7000 gestir í júní

Kvikufréttir / 3. desember 2021

Gefðu aukagjafir um jólin

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

Kvikufréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Kvikufréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn með uppistand í Kvikunni

Kvikufréttir / 16. ágúst 2021

Pínulitla gula hænan í Grindavík

Kvikufréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiðja, sirkusnámskeið og sumarlestur

Kvikufréttir / 9. apríl 2021

Aðgangur að gossvæðinu aukinn

Kvikufréttir / 1. apríl 2021

Svona er fyrirkomulag rútuferða og verð

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Bílastæði í grennd við gönguleiðina

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Magnaðar breytingar á Geldingadölum eftir gos


Nýjustu fréttir

Komdu í bíó!

  • Kvikufréttir
  • 4. apríl 2023

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Pólskum degi frestað

  • Kvikufréttir
  • 10. nóvember 2021

Farandsirkus í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 16. október 2021

Björgvin Páll með erindi í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. október 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Kvikufréttir
  • 2. september 2021

Vel heppnaðar smiðjur í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. júlí 2021