Nokkar skipulagðar ferðir eru frá Reykjavík og Grindavík að upphafi gönguleiða að Geldingadölum. Ráðlagt er að gestir kynni sér aðstæður daglega, þar sem aðstæður geta breyst með skömmum fyrirvara.
Rútuferðir úr Grindavík að upphafi gönguleiðar að gosstöðvum:
Rútuferðir í formi strætó ganga núna á u.þ.b. 15 mín fresti í gegnum Grindavík að upphafsstað gönguleiðarinnar við Geldingadali. Nokkrir einkaaðilar sjá um aksturinn og má sjá hér fyrir neðan tíma þeirra og verð fyrir ferðina.
Bus4you og Hópferðir
Tímatafla: Keyrt X:00 og X:30. Fyrsta ferð er klukkan 8:00 og síðasta ferð fer fyrir kl. 22:00. Eftir klukkan 22:00 hætta rúturnar að ganga.
Verð: 500 kr. fyrir fullorðna, 250 fyrir 7-17 ára og frítt fyrir 6 og yngri. Verðið er fyrir aðra leiðina.
Reykjavík Excursions
Tímatafla: Keyrt X:15 og X:45. Fyrsta ferð er klukkan 7:45.
Verð: 500 kr. fyrir fullorðna, 250 fyrir 6-15 ára og frítt fyrir 5 og yngri. Verðið er fyrir aðra leiðina.
Stoppistöðvar í Grindavík:
við Nettó (Gamla festi) á Víkurbraut
við Kvikuna menningarhús á Hafnargötu
við Hópið fjölnota íþróttahús á Austurvegi
Gætt verður að sóttvörnum og grímuskylda er í rútunum.
Rútuferðir úr Reykjavík að upphafi gönguleiðar að gosstöðvum: