Skipulagðar rútuferðir frá Grindavík að gosgönguleiðinni
- Kvikufréttir
- 31. mars 2021
Frá og með morgundeginum 1. apríl verður boðið upp reglubundnar rútuferðir frá Grindavík upp að stikuðu gönguleiðinni að gosinu í Geldingadölum og aftur til baka niður í bæ. Keyrt verður á heila og hálfa tímanum gegn vægu gjaldi. Fyrsta ferð er klukkan 8:00 í fyrramálið og farið verður á hálftíma fresti til klukkan 22:00. Eftir klukkan 22:00 hætta rúturnar að ganga.
Ferðirnar eru skipulagðar í samráði við aðgerðarstjórn viðbragðsaðila á svæðinu.
Á meðfylgjandi korti má sjá bæði hvar hægt er að leggja bílum og hvar hægt er að bíða eftir rútu innan bæjarins.
Um er að ræða stoppistöð við Nettó (Gamla festi) á Víkurbraut, við Kvikuna menningarhús á Hafnargötu og við Hópið fjölnota íþróttahús á Austurvegi.
Gætt verður að sóttvörnum og grímuskylda er í rútunum.
Ferðirnar eru á vegum einkaaðila.
AÐRAR FRÉTTIR
Kvikufréttir / 6. júní 2023
Kvikufréttir / 30. júní 2022
Kvikufréttir / 3. desember 2021
Kvikufréttir / 24. nóvember 2021
Kvikufréttir / 15. nóvember 2021
Kvikufréttir / 26. október 2021
Kvikufréttir / 1. október 2021
Kvikufréttir / 30. september 2021
Kvikufréttir / 16. ágúst 2021
Kvikufréttir / 18. júní 2021
Kvikufréttir / 9. apríl 2021
Kvikufréttir / 9. apríl 2021
Kvikufréttir / 1. apríl 2021
Kvikufréttir / 1. apríl 2021
Kvikufréttir / 31. mars 2021
Kvikufréttir / 31. mars 2021
Kvikufréttir / 31. mars 2021
Kvikufréttir / 31. mars 2021
Kvikufréttir / 31. mars 2021