Sýnum náttúrunni virđingu og ökum ekki utan vegar

  • Kvikufréttir
  • 28. mars 2021
Sýnum náttúrunni virđingu og ökum ekki utan vegar

„Þetta er bara Íslandsmet í utanvegaakstri," segir Hörður Sigurðsson á Hrauni en hann er einn landeigenda þar sem eldgosið er. Fram hefur komið eftir að eldgos byrjaði í Geldingadölum þann 19. mars sl. að ítrekað er ekið utan vegar í grennd við gosstöðvarnar. Hörður segir ömurlegt að horfa upp á landið verða fyrir þessum skemmdum og ef að fólk ætli á annað borð að fara á vélknúnum tækjum inn á svæðið þá sé lágmark að halda sér á vegslóðum sem fyrir séu. Að ósnortið land sé ekki skemmt. Bannað sé þó að fara á þessum tækjum inn á landið nema að fá leyfi landeigenda. 

Umhverfisstofnun hefur gefið út að mest sé ekið í gegnum Meradali og inn í botn Nátthaga. Þar liggi slóðar og för eftir ökutæki sem ná langt út frá þeim vegum sem skráðir eru á svæðinu í aðalskipulag Grindavíkur. Jafnframt hafi ítrekað verið ekið út af þessum slóðum og farið nýjar leiðir - upp fjallshlíðar, dalbotna og hryggi, sem myndað hafi nýja slóða sem aðrir elta. Dæmi eru um að torfærutækjum hafi verið ekið frá Húsafjalli til norðausturs að Fagradalsfjalli, um 4 km leið yfir ósnortið hraun.

Umhverfisstofnun hefur verið í samskiptum við lögreglu og landeigendur vegna þessa en einhver hafa þegar endað með kæru til lögreglu og mun stofnunin vísa fleiri málum til lögreglu á grundvelli 31. greinar náttúruverndarlaga eftir því sem brotin verða fleiri. 

Tekið skal fram að umferð ökutækja á þessum svæðum getur hindrað störf almannavarna og björgunarsveita og er akstur á slóðum sem liggja út frá Suðurstrandavegi óheimill fyrir aðra en viðbragðsaðila og vísindafólk.  

Hörður ítrekar við þá sem vilja skoða gosstöðvarnar að virða landið, sérstaklega í ljósi þess að aðsóknin er jafn mikil og hún er. Best sé að ganga stikuðu leiðina sem búið er að merkja og hægt að nálgast út frá Suðurstrandavegi. 

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Kvikufréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Kvikufréttir / 30. júní 2022

7000 gestir í júní

Kvikufréttir / 3. desember 2021

Gefđu aukagjafir um jólin

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

Kvikufréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Kvikufréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn međ uppistand í Kvikunni

Kvikufréttir / 16. ágúst 2021

Pínulitla gula hćnan í Grindavík

Kvikufréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiđja, sirkusnámskeiđ og sumarlestur

Kvikufréttir / 9. apríl 2021

Ađgangur ađ gossvćđinu aukinn

Kvikufréttir / 1. apríl 2021

Svona er fyrirkomulag rútuferđa og verđ

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Bílastćđi í grennd viđ gönguleiđina

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Magnađar breytingar á Geldingadölum eftir gos


Nýjustu fréttir

Komdu í bíó!

  • Kvikufréttir
  • 4. apríl 2023

Króníka međ Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Króníka međ Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Pólskum degi frestađ

  • Kvikufréttir
  • 10. nóvember 2021

Farandsirkus í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 16. október 2021

Björgvin Páll međ erindi í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. október 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Kvikufréttir
  • 2. september 2021

Vel heppnađar smiđjur í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. júlí 2021