Loka fyrir um­ferð klukkan níu og rýma á mið­nætti

  • Kvikufréttir
  • 28. mars 2021
Loka fyrir um­ferð klukkan níu og rýma á mið­nætti

Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að loka fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan 21 í kvöld. Er þetta gert af öryggisástæðum þar sem þörf er á að hvíla björgunarlið sem hefur staðið vaktina í rúma viku.

Geldingadalir verða rýmdir á miðnætti þar sem ekki er sjálfgefið að hægt verði að tryggja öryggi fólks seint um kvöld og að næturlagi í því margmenni sem hefur verið undanfarna daga, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglu. 

Fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að missa af þar sem ekkert bendi til þess að gosið sé á undanhaldi.

„[Því] ætti að gefast nægur tími til að berja það augum en ágætlega lítur út með verður á næstu dögum.“

Lögregla stýrir nú umferð um Suðurstrandarveg og hleypir inn eftir því sem bílastæði losna. Til lokana getur komið fyrirvaralaust ef stefnir í óefni með bílastæði og ef upp koma aðstæður sem krefjast tafarlausra aðgerða af hálfu viðbragðsaðila.

Ákvörðun um opnun verður tekin í fyrramálið klukkan sjö, en tekið er fram að sóttvarnalæknir hefur hvatt fólk til þess að vera heima og bíða með að heimsækja gosstöðvarnar vegna smithættu.

 

Frétt af Vísi


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Kvikufréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Kvikufréttir / 30. júní 2022

7000 gestir í júní

Kvikufréttir / 3. desember 2021

Gefðu aukagjafir um jólin

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

Kvikufréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Kvikufréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn með uppistand í Kvikunni

Kvikufréttir / 16. ágúst 2021

Pínulitla gula hænan í Grindavík

Kvikufréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiðja, sirkusnámskeið og sumarlestur

Kvikufréttir / 9. apríl 2021

Aðgangur að gossvæðinu aukinn

Kvikufréttir / 1. apríl 2021

Svona er fyrirkomulag rútuferða og verð

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Bílastæði í grennd við gönguleiðina

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Magnaðar breytingar á Geldingadölum eftir gos


Nýjustu fréttir

Komdu í bíó!

  • Kvikufréttir
  • 4. apríl 2023

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Pólskum degi frestað

  • Kvikufréttir
  • 10. nóvember 2021

Farandsirkus í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 16. október 2021

Björgvin Páll með erindi í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. október 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Kvikufréttir
  • 2. september 2021

Vel heppnaðar smiðjur í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. júlí 2021