Miklar framkvæmdir í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 18. nóvember 2020
Miklar framkvæmdir í Kvikunni

Um þessar mundir er staðið í stórræðum í Kvikunni.  Þessa vikuna verið að flytja stærsta hluta Saltfisksýningarinnar ,,Saltfiskur í sögu þjóðar“ á efri hæð hússins. Það er hönnuður sýningarinnar Björn G. Björnsson sem hefur haft yfirumsjón með flutning og endurhönnun sýningarinnar. Verkið hefur gengið hratt og vel fyrir sig en það er fyrirtækið HH smíði sem sér um framkvæmd flutninga. 

Af þessum sökum verða sýningar hússins lokaðar að sinni en  enduropnun verður sérstaklega auglýst þegar af henni verður.

Dagana 18.-20. nóvember verður erfiðara en ella að taka á móti fólki en frá og með laugardeginum 21. nóvember verður aftur opnað inn í forsalinn gesti og gangandi. Þar verður hægt verður að setjast niður með fjölskyldu eða vinum og föndra, taka myndir við jólamyndavegginn og narta í pipakökur. Hópar með færri en 10 fullorðnum eru velkomnir að líta við í kaffi og spjall frá kl 10:00-17:00 frá næstu viku og fram að jólum; kynna sér framkvæmdirnar og njóta jólastemmingarinnar. 

Við bendum þó á að ef stærri hópar ætla að kíkja við er gott að hringja á undan sér og láta vita svo hægt sé að athuga með pláss út frá fjöldatakmörkunum. Símanúmer Kvikunnar er 420-1190

Hægt er að fylgjast með framkvæmdum á Instagram síðu Kvikunnar. 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Kvikufréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Kvikufréttir / 30. júní 2022

7000 gestir í júní

Kvikufréttir / 3. desember 2021

Gefðu aukagjafir um jólin

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

Kvikufréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Kvikufréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn með uppistand í Kvikunni

Kvikufréttir / 16. ágúst 2021

Pínulitla gula hænan í Grindavík

Kvikufréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiðja, sirkusnámskeið og sumarlestur

Kvikufréttir / 9. apríl 2021

Aðgangur að gossvæðinu aukinn

Kvikufréttir / 1. apríl 2021

Svona er fyrirkomulag rútuferða og verð

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Bílastæði í grennd við gönguleiðina

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Magnaðar breytingar á Geldingadölum eftir gos


Nýjustu fréttir

Komdu í bíó!

  • Kvikufréttir
  • 4. apríl 2023

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Pólskum degi frestað

  • Kvikufréttir
  • 10. nóvember 2021

Farandsirkus í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 16. október 2021

Björgvin Páll með erindi í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. október 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Kvikufréttir
  • 2. september 2021

Vel heppnaðar smiðjur í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. júlí 2021