Opið hús í Kvikunni um helgina

  • Kvikufréttir
  • 31. janúar 2020
Opið hús í Kvikunni um helgina

Menningarhús Grindvíkinga, Kvikan verður sem fyrr opið um helgina frá 10:00 - 17:00 en boðið verður upp á ýmislegt skemmtilegt fyrir íbúa bæjarins.

Í dag verður boðið upp á kaffi og bakkelsi fyrir gesti auk þess sem frítt er á sýningarnar í húsinu. Til taks verða ýmis spil sem gestir og gangandi geta gripið í. Það er fallegur dagur og útsýnið úr Kvikunni, út yfir höfnina er dásamlegt í vetrarveðri sem þessu. 

Dagskrá laugardag:

Kl. 10:00 - 12:00: Opið verður á sýningarnar og frítt inn. Elínborg Gísladóttir sóknarprestur verður á staðnum. Hægt er að leita til hennar ef fólk hefur einhverjar spurningar. 

Kl. 13:00:  Opinn jógatími á efri hæðinni undir leiðsögn Petrúnellu Skúladóttur. Þeir sem eiga jógadýnur geta komið með sínar eigin annars verða dýnur og teppi á staðnum. Í kjölfar tímans verður boðið upp á Kviku-skot (engifer-skot) fyrir þá sem vilja. Þá verður einnig hressing í boði fyrir gesti og gangandi. 

Kl. 14:00 - 17:00: Magnús Tumi Guðmundsson, jarðeðlisfræðingur verður á staðnum í kaffispjalli. 

Kl.14:00:  Krakkabíó þar sem börn og aðrir geta komið og horft saman á skemmtilega mynd. Spil verða áfram á svæðinu fyrir þá sem hafa áhuga á að spila.

Við hvetjum pólskumælandi íbúa Grindavíkur að kíkja við í spjall og hressingu en túlkar verða á staðnum ef þeir hafa einhverjar spurningar. Hvort sem það er landrisið við Þorbjörn eða annað sem viðkemur bæjarfélaginu.  Túlkarnir verða til taks frá klukkan 12:00 - 14:00. 

Sunnudagur: 

Opið frá 10:00 - 17:00 og frítt á sýningarnar. Veitingar verða í boði fyrir gesti og gangandi auk þess sem spil verða á staðnum fyrir þá sem vilja stytta sér stundir. 

 

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Kvikufréttir / 6. júní 2023

Óskilamunir í Kvikunni

Kvikufréttir / 30. júní 2022

7000 gestir í júní

Kvikufréttir / 3. desember 2021

Gefðu aukagjafir um jólin

Kvikufréttir / 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

Kvikufréttir / 26. október 2021

Bangsaspítali í Kvikunni

Kvikufréttir / 1. október 2021

Ari Eldjárn með uppistand í Kvikunni

Kvikufréttir / 16. ágúst 2021

Pínulitla gula hænan í Grindavík

Kvikufréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiðja, sirkusnámskeið og sumarlestur

Kvikufréttir / 9. apríl 2021

Aðgangur að gossvæðinu aukinn

Kvikufréttir / 1. apríl 2021

Svona er fyrirkomulag rútuferða og verð

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Bílastæði í grennd við gönguleiðina

Kvikufréttir / 31. mars 2021

Magnaðar breytingar á Geldingadölum eftir gos


Nýjustu fréttir

Komdu í bíó!

  • Kvikufréttir
  • 4. apríl 2023

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Króníka með Alla í kvöld

  • Kvikufréttir
  • 24. nóvember 2021

Pólskum degi frestað

  • Kvikufréttir
  • 10. nóvember 2021

Farandsirkus í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 16. október 2021

Björgvin Páll með erindi í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. október 2021

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Kvikufréttir
  • 2. september 2021

Vel heppnaðar smiðjur í Kvikunni

  • Kvikufréttir
  • 1. júlí 2021