Upplřsinga- og vinnufundur GrindavÝkurhafnar

 • H÷fnin
 • 14. oktˇber 2022
Upplřsinga- og vinnufundur GrindavÝkurhafnar

Fimmtudaginn 13. október var haldinn upplýsinga- og vinnufundur í Kvikunni með helstu hagaðilum sem starfa á athafnasvæðum Grindavíkurhafnar. Grindavíkurhöfn vinnur ávallt í anda kjörorðanna; Örugg höfn – Góð þjónusta, enda öryggismál og öryggismenning verið til langstíma inngróin í merg og bein hafsækinnar starfsemi í Grindavík. Hingað til hefur öryggisfókusinn verið fínstilltur á öryggi sjófarenda. Ákveðin vatnaskil urðu í kjölfar hörmulegs slyss í Djúpavogi sl. sumar þar sem ferðamaður lést á athafnasvæði hafnarinnar og ákvað hafnarstjórn Grindavíkurhafnar að sitja ekki með hendur í kjöltu heldur hefjast handa og stilla fókusinn líka á athafnasvæði hafnarinnar án þess að gefa slaka á öryggi sjófarenda. 

Tilefni fundarins var að kynna fyrir fundarmönnum ítarlegt áhættumat sem Gísli Níls Einarsson hjá Öryggisstjórnun vann fyrir Grindavíkurhöfn og niðurstöður rýniviðtala við hagaðila. Umræða fór fram um öryggismál- og stjórnun á hafnarsvæðum með skarpan fókus á öryggismerkingar, aðgangs- og umferðastýringu, öryggisreglur,  bílastæðamál og takmörkun umferðar óviðkomandi aðila á vinnusvæðum hafnarinnar.

Mikill samhljómur fundarmanna var um margt hvað gera þarf betur en sumt má leysa hratt og örugglega en annað er flóknara viðfangs og þarfnast undirbúnings. 

Í kjölfar kynningu Gísla var haldin stutt en skörp hópavinna með hagaðilum þar sem hóparnir skiluðu tillögum að bættri öryggisstjórnun hafnarinnar. Áhugaverðar tillögur komu fram sem endurspeglar samhljóminn úr rýniviðtölunum. 

Mikill hugur og vilji var hjá fundarmönnum að fara strax í að betrumbæta öryggisstjórnun hafnarinnar og setja upp langtíma aðgerðaáætlun til framtíðar. Mönnum var tíðrætt um að öryggismál hafnarinnar væri samvinnuverkefni allra hagaðila á hafnarsvæðinu sem hljómar fullkomlega við kjörorð hafnarinnar Örugg höfn - Góð þjónusta. Spennandi tímar eru fram undan hjá Grindavíkurhöfn, útgerð og þjónustuaðilum við hafnarsvæðið og því er tímapunkturinn á að skerpa öryggismálin hjá höfninni ákaflega heppilegur til að mæta vaxandi umsvifum. Með öryggismál í deiglunni er hafnastjórn Grindavíkurhafnar afar einhuga um að halda ötullega áfram með úrvinnslu tillagna rýnifundanna, helstu niðurstöðum fundarins og áhættumatinu sem allt byggir grunnin að bættri öryggisstjórnun á athafnasvæði hafnarinnar.
 

 


Deildu ■essari frÚtt

Nřjustu frÚttir

T˙nfiskur Ý vo­ina

 • H÷fnin
 • 14. september 2022

Íldudufli­ komi­ ß sinn sta­

 • H÷fnin
 • 20. jan˙ar 2022

Jˇlakve­ja GrindavÝkurhafnar

 • H÷fnin
 • 23. desember 2021

ÍldumŠlingadufli­ slitna­i upp

 • H÷fnin
 • 13. jan˙ar 2022

Landanir Ý oktˇber

 • H÷fnin
 • 3. nˇvember 2021

Landa­ur afli Ý september

 • H÷fnin
 • 3. oktˇber 2021

Landa­ur afli Ý ßg˙st 2021

 • H÷fnin
 • 20. september 2021