Met afli hjß Tˇmasi Ůorvaldssyni GK-10.

  • H÷fnin
  • 22. nˇvember 2021
Met afli hjß Tˇmasi Ůorvaldssyni GK-10.

Frystitogarinn Tómas Þorvaldsson GK-10 kom til hafnar í Grindavík í morgun. Að sögn Sigurðar Jónssonar skipstjóra var skipið um 30 daga á veiðum úti fyrir suðurlandi og á vestfjarðamiðum. Þrátt fyrir rysjótt veðurfar var hægt að vera að veiðum allan tímann. Úti fyrir suðurlandi var verið eltast við gulllax og fengust um 11.500 Þúsund kassar af honum þar, en blandaður afli s.s. þorskur, ufsi og ýsa fékkst fyrir vestan. Aflinn er í samtals 28.415 kössum sem telur um 700 tonn af frystum afurðum eða sem nemur um 1000 tonna afla upp úr sjó. Aflinn í þessari veiðiferð er stærsti farmur skipsins hingað til eftir að skipið kom inn í rekstur Þorbjarnar hf. Aflaverðmæti farmsins er um 323 milljónir.

Áhöfn Sigurðar Jónssonar er því komin í kærkomið jólafrí en fyrir síðustu veiðiferð ársins taka við skipinu Bergþór Gunnlaugsson og áhöfn hans.


Deildu ■essari frÚtt