Góð ufsaveiði í netin hjá Grímsnesi GK 555. Skipið hefur verið á veiðum á 18 mílna hólnum eða rétt vestan við Selvogsbanka. í gærkvöldi landiði Grímsnesið um 30 tonnum af ufsa og í fyrradag um 15 tonnum. Sigvaldi Hólmgríms skipstjóri segir að í dag sé ágætisveiði þó þótt krafturinn sé kannski ekki sá sami og var í gær. Von er á Grímsnesi til löndunar í Grindavíkurhöfn seinnipartinn í dag.