Ný Jóhanna Gísladóttir kom til heimahafnar í gær

  • Höfnin
  • 15. október 2021
Ný Jóhanna Gísladóttir kom til heimahafnar í gær

Nýtt togskip bættist í skipaflota Vísis hf í gær þegar ný Jóhanna Gísladóttir GK 357 kom til Grindavíkurhafnar eftir siglingu frá slippnum í Reykjavík. Á Facebook síðunni Bátar og bryggjubrölt birtast glæsilegar myndir af skipinu sem Jón Steinar Sæmundsson tók með dróna. Þar segir um nýja skipið: 
Jóhanna var smíðuð hjá Karstensens Skibsværft í Skagen í Danmörku árið 1998 og er 36 metrar að lengd og breiddin er 10,5 metrar. 
Hét upphaflega Westro skráður í Skotlandi, síðan Brodd 1  og var gerður út frá Álasundi. Bergur ehf í Vestmannaeyjum keypti hann til landsins frá Noregi haustið 2005 og skírði Berg VE 44, nafn sem skipið bar þar til nú að Vísir eignast skipið.

Við óskum Vísi hf, eigendum og starfsfólki innilega til hamingju með nýtt skip!

Meðfylgjandi myndir voru teknar við höfnina þegar skipið lagðist að bryggju

 


Deildu þessari frétt

AÐRAR FRÉTTIR

Höfnin / 31. janúar 2022

Aflamagn skipa árið 2021

Höfnin / 3. janúar 2022

Afli í desember 2021

Höfnin / 7. desember 2021

Landaður afli í nóvember 2021

Höfnin / 22. nóvember 2021

Met afli hjá Tómasi Þorvaldssyni GK-10.

Höfnin / 15. október 2021

Mokveiði hjá Grímsnesi GK 555

Höfnin / 27. september 2021

2. metra öryggislína á Norðurgarði

Höfnin / 1. október 2021

Nýja skolpdælustöðin

Höfnin / 5. ágúst 2021

Viðgerð á Kvíabryggju boðin út

Höfnin / 6. júní 2021

Kveðja

Höfnin / 5. maí 2021

Landaður afli í apríl 2021

Höfnin / 28. apríl 2021

Breyttar vaktir hafnastarfsmanna

Höfnin / 7. apríl 2021

Aflamagn í mars 2021

Höfnin / 6. apríl 2021

Sturla aflahæsta skipið í mars