Nú þegar lítið er um að vera við höfnina eru mörg viðhaldsverkefni í gangi við Grindavíkurhöfn. Rauða insiglingarbaujan var tekin á land í gær. Bæta þarf á baujuna ballest og laga ljós- og AIS tengingar. Á myndinni hér fyrir neðan má sjá Margeir Jónsson við kranastörfin.
Viðgerð á Kvíabryggju og uppsetning á stormpolla fyrir Suðurgarð eru unnin af starfsmönnum köfunarþjónustu Sigurðar. Eftirlit með verkinu er í höndum Siglingasviði Vegagerðarinnar
Hér á myndinni fyrir neðana má sjá að það þarf ákaflega öfluga undirstöður fyrir bryggjupolla.