Vegna vinnu við nýja skolpdælustöð sem staðsett er austan við hafnarsvæðið verður bílastæðið við smábátahöfnina verður lokað í dag. Tímabundin lögn að mannvirkinu þverar veginn sem liggur að smábátahöfnni á meðan sjódæling á sér stað svo ekki verður hægt að keyra inn á og út af bílastæði við smábátahöfnina. Hægt er að ganga inn á svæðið.