Sumariđ 2021 í menningarhúsunum í Grindavík

  • Bókasafnsfréttir
  • 18. maí 2021
Sumariđ 2021 í menningarhúsunum í Grindavík

Menningarhúsin í Grindavík, þ.e. Kvikan og Bókasafn Grindavíkur, munu bjóða upp á skemmtilega dagskrá í allt sumar, s.s. smiðjur, námskeið, uppákomur, sýningar og skemmtidagskrá. Þá verður sumarlesturinn að sjálfsögðu á sínum stað. 

HEIMSKAUTAFERÐIR BALDURS ÞORVALDSSONAR
1. júní – 15. ágúst
Grindvíkingurinn Baldur Þorvaldsson starfaði á svokölluðum leiðangursskipum á heimskautunum frá 2015 til 2020. Það eru lítil farþegaskip sem taka að jafnaði 10-200 farþega og fara þangað sem stærri skip komast að jafnaði ekki. Í sumar sýnir Baldur sérvaldar ljósmyndir úr þessum ferðum í Kvikunni. Sýningin stendur frá 1. júní til 15. ágúst.

FATAHÖNNUNARNÁMSKEIÐ Í KVIKUNNI
10.-15. júní
Upprennandi fatahönnuðir fá tækifæri til að kynnast sögu tískunnar og áhrifum hennar á mismuandi tímabil. Á námskeiðinu fá börn tækifæri til að þróa fatnað, allt frá innblæstri til framleiðslu.

Námskeiðið er ætlað nemendum í 3.-7. bekk. Námskeiðið fyrir 3. og 4. bekk er milli kl. 9:00 og 11:00 og 5.-7. bekk milli kl. 13:00 og 15:00. Kennt er virka daga. Námskeiðsgjald er 7.500 kr. Skráning fer fram gegnum netfangið kvikan@grindavik.is. Leiðbeinandi er Ólöf Helga Pálsdóttir fatahönnuður.

BMX BRÓS
16. júní
BMX brós heimsækja Grindvíkinga 16. júní kl. 16:00. Þríeykið hefur heldur betur slegið í gegn þegar þeir hafa mætt með kraftmiklar sýningar til Grindavíkur. Að þessu sinni bjóða þeir ungum Grindvíkingum upp á námskeið fyrir framan bókasafnið sem endar með dúndur sýningu.

Ekki er þörf á skráningu. Mikilvægt er að mæta með sín eigin hjól og hjálma. BMX, fjallahjól, hlaupahjól og önnur hjól eru leyfileg.

HÁTÍÐARHÖLD Í TILEFNI 17. JÚNÍ
17. júní
Í tilefni af þjóðhátíðardegi Íslendinga býður Grindavíkurbær íbúum til veislu í Kvikunni. Að loknu 17. júní hlaupi og karamelluregni á Grindavíkurvelli færist dagskráin í Kvikuna þar sem boðið verður upp á sirkisatriði, hesta, hoppukastala, ljósmyndasýningu, og kaffiveitingar.

SUMARLESTUR BÓKASAFNSINS
21. júní – 13. ágúst
Hinn árlegi sumarlestur bókasafnsins fyrir nemendur í 1.-6. bekk hefst að þessu sinni mánudaginn 21. júní. Síðasti dagur til að skila lestrarmiðum og nálgast verðlaun verður föstudagurinn 13. ágúst. Veitt eru lítil verðlaun fyrir 5, 10, 15 og 20 lesnar bækur. Allar rannsóknir sýna að börn sem lesa yfir sumarið standa betur að vígi að hausti en þau sem ekkert lesa og viljum við því hvetja foreldra til að aðstoða börn sín við að halda í þann lestrarhraða sem þau hafa unnið að í vetur.

TÓNLISTARSMIÐJA Í KVIKUNNI
21.-24. júní
Spennandi tónlistarsmiðja fyrir börn sem hafa áhuga á tónlist og hljóðfæraleik. Eldri nemendur Tónlistarskóla Grindavíkur kynna hljóðfæri og tónverk fyrir áhugasömum börnum.

Smiðjan er opin fyrir nemendur í 3. og 4. bekk milli kl. 9:30 og 11:30 og nemendur í 5., 6. og 7. bekk kl. 13:00 og 15:00. Ekki er þörf á að skrá börn í smiðjuna og ekki er innheimt þátttökugjald.

ALLRA VEÐRA VON Í GRINDAVÍK
22.-23. júní
Sirkuslistahópurinn Hringleikur stendur fyrir grunnnámskeiði í sirkuslistum fyrir börn. Miðað er að því að allir nái árangri og komið er til móts við getustig hvers og eins.

Námskeiðið er ætlað nemendum í 3.-7. bekk og stendur milli kl. 11:00 og 13:30. Börn búsett í Grindavík greiða ekki námskeiðsgjald. Athugið að aðeins eru 20 pláss í boði. Skráning fer fram á tix.is.

LEIKLISTARNÁMSKEIÐ Í KVIKUNNI
9.-13. ágúst
Skapandi leiklistarnámskeið þar sem lögð er áhersla á ímyndurnarafl, spuna, persónusköpun og samvinnu. Námskeiðið verður fært út ef veður leyfir.

Námskeiðið er ætlað nemendum í 3.-7. bekk. Námskeiðið fyrir 3. og 4. bekk er milli kl. 9:00 og 12:00 og 5.-7. bekk milli kl. 13:00 og 16:00. Námskeiðsgjald er 7.500 kr. Skráning fer fram gegnum netfangið kvikan@grindavik.is. Leiðbeinandi er Unnur Guðrún Þórarinsdóttir.

SÖNGNÁMSKEIÐ BERTU Í KVIKUNNI
16.-20. ágúst
Berta Dröfn Ómarsdóttir býður börnum í 2.-7. bekk upp á söngnámskeið líkt og undanfarin ár. Farið verður yfir undirstöðuatriði í söngtækni og framkomu. Allir nemendur fá hljóðupptöku af sér syngja auk þess að fá tækifæri til að koma fram á lokatónleikum.

Kennt verður í fámennum hópum í 50 mínútur á dag. Skráning fer fram gegnum netfangið berta@berta.is.

PÍNU LITLA GULA HÆNAN – SÖNGVASYRPA
17. ágúst
Leikhópurinn Lotta mætir í Húllið, neðan við Kvikuna með skemmtilegt atriði unnið upp úr Litlu gulu hænunni. Atriðið er stútfullt af söng, sprelli og fjöri fyrir allan aldur. Sýningin hefst kl. 17:00. Aðgangur er ókeypis.

ALTFISKUR Í SÖGU ÞJÓÐAR
Í allt sumar
Á efri hæð Kvikunnar má kynnast sögu sjómennsku og saltfiskverkunar á Íslandi. Þar fléttast saman í saga verkalýðsins, þróun skipa, veiða og vinnslu, frá lokum hefðbundinnar verbúðarmennsku til þessa dags.

OPNUNARTÍMI MENNINGARHÚSANNA Í SUMAR
Bóksasafn Grindavíkur er opið virka daga 11:30-16:30 frá 10. júní til 15. ágúst.
Kvikan er opin alla daga 13:00-17:00 til 15. ágúst.

Athugið að sérstakur íþrótta- og tómstundarstyrkur gildir líka á sumarnámskeið 2021. Börn sem koma af tekjulægri heimilum og eru fædd á árunum 2005-2014 geta fengið 45.000 krónur í sérstakan íþrótta- og tómstundarstyrk. Verkefnið hefur það að markmiði að jafna tækifæri þeirra fjölskyldna sem tekjulægri eru til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí 2021 en hægt er að fá endurgreitt fyrir fjölbreytta iðkun frá september 2020. Sjá nánar á grindavik.is.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Bókasafnsfréttir / 31. janúar 2023

Laus störf: Starfsmađur á Bókasafni Grindavíkur

Bókasafnsfréttir / 10. nóvember 2022

Kynhlutlaust mál og hlutlaus persónufornöfn

Bókasafnsfréttir / 6. desember 2021

Rithöfundakvöld í Kvikunni

Bókasafnsfréttir / 16. ágúst 2021

Sumarlestri lokiđ

Bókasafnsfréttir / 18. júní 2021

Tónlistarsmiđja, sirkusnámskeiđ og sumarlestur

Bókasafnsfréttir / 14. júní 2021

BMX brós í Grindavík 16. júní

Bókasafnsfréttir / 18. maí 2021

Sumariđ 2021 í menningarhúsunum í Grindavík

Bókasafnsfréttir / 14. apríl 2021

Lífsins litir

Bókasafnsfréttir / 2. mars 2021

Tilslakanir á sóttvarnarreglum

Bókasafnsfréttir / 8. desember 2020

Afgreiđslutími um jól og áramót

Bókasafnsfréttir / 6. október 2020

Bókasafniđ á tímum COVID-19

Bókasafnsfréttir / 30. september 2020

Sögur - Heimurinn ţinn

Bókasafnsfréttir / 8. júní 2020

Sumartími á bókasafni

Bókasafnsfréttir / 27. apríl 2020

Opnum á ný 4. maí

Bókasafnsfréttir / 18. mars 2020

Rafbókasafniđ

Bókasafnsfréttir / 13. mars 2020

Tilkynning vegna COVID-19

Bókasafnsfréttir / 6. mars 2020

Uppfćrt! Verkfalli aflýst!

Bókasafn


Nýjustu fréttir

Sumariđ er á nćsta leiti!

  • Bókasafnsfréttir
  • 23. maí 2023

Gjaldskrá bókasafns Grindavíkur 2023

  • Bókasafnsfréttir
  • 4. janúar 2023

Nýtt bókasafnskerfi!

  • Bókasafnsfréttir
  • 9. maí 2022

Haustdagskrá menningarhúsanna í Grindavík 2021

  • Bókasafnsfréttir
  • 2. september 2021

Grindavíkurmćr sigursćl í Sögum

  • Bókasafnsfréttir
  • 1. júlí 2021

BMX brós viđ bókasafniđ í dag

  • Bókasafnsfréttir
  • 16. júní 2021

Sumarlestur bókasafnsins

  • Bókasafnsfréttir
  • 9. júní 2021

Przydatne informacje w języku polskim

  • Bókasafnsfréttir
  • 1. júní 2021

Dr. Bćk á bókasafninu!

  • Bókasafnsfréttir
  • 27. apríl 2021

Afgreiđslutími í Dymbilviku

  • Bókasafnsfréttir
  • 23. mars 2021

Vasaljósalestur

  • Bókasafnsfréttir
  • 8. febrúar 2021