Almannavarnir og náttúruvá

 • 6. janúar 2021

Hér má nálgast allar fréttir sem birtast á heimasíðu Grindavíkurbæjar tengdar landrisinu og óvissustiginu sem lýst hefur verið yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar ásamt viðbragðsáætlun svæðisins og rýmingaráætlunar.

Viðbragðsáætlun Almannavarna

Rýmingaráætlun fyrir Grindavík 

Zalecenia w przypadku ewakuacji

Möguleg kvikusöfnun undir svæðinu við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi
Landris hefur mælst undanfarna daga. Jarðskjálftahrina hefur verið í gangi á svæðinu á sama tíma. Óvissustig Almannavarna virkjað.

Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanesskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. Landrisið er óvenju hratt eða um 3-4 mm á dag og í heildina er það orðið um 2 cm þar sem það er mest og kemur fram bæði á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Landrisið er líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra km dýpi. Ef skýringin er kvikusöfnun er hún enn sem komið er mjög lítil en gróft mat er að rúmmálið sé af stærðargráðunni 1 milljón rúmmetrar (0,001 km3).  

Atburðarásin er óvenjuleg fyrir svæðið
Nákvæmar mælingar á jarðskorpuhreyfingum á Reykjanesskaganum ná yfir tæplega 3 áratugi. Á því tímabili hefur sambærilegur landrishraði ekki mælst. Atburðarásin er því óvenjuleg fyrir svæðið ef miðað er við reynslu undarfarinna áratuga. Landrisið mælist samfara jarðskjálftahrinu austan við rismiðjuna (norðaustan við Grindavík)  sem mælst hefur frá 21. janúar. Stærstu skjálftarnir mældust 22. janúar og voru 3.7 og 3.6 að stærð og fundust vel á Reykjanesskaganum og allt norður í Borgarnes.  Dregið hefur úr hrinunni síðustu daga. Jarðskjálftahrinur eru algengar á svæðinu og þessi hrina getur ekki talist óvenjuleg ein og sér. Það að landris mælist samfara jarðskjálftahrinunni, gefur tilefni til þess að fylgjast sérstaklega náið með framvindu á svæðinu.

Dæmi um hraungos úr sprungum á svæðinu á 13. öld
Landrisið mælist á flekaskilum og innan eldstöðvakerfis Svartsengis sem er ýmist talið sjálfstætt eldstöðvakerfi eða talið vera hluti stærra kerfis sem kennt er við Reykjanes. Síðast gaus í kerfinu í Reykjaneseldum sem stóðu yfir með hléum á tímabilinu 1210-1240 en á því tímabili gaus nokkrum sinnum þar af urðu þrjú eldgos í Svartsengiskerfinu. Eldgosin voru hraungos á 1-10 km löngum gossprungum en engin sprengigos eru þekkt í Svartsengiskerfinu. Stærsta gos í hrinunni á 13. öld myndaði Arnarseturshraun (um 0,3 km3 og 20 km2). Algengast er að gos af þessari gerð standi yfir í nokkra daga, uppí nokkrar vikur. 

Jarðskjálftavirkni er mjög algeng á svæðinu og tengist flekahreyfingum, jarðhitavirkni og hugsanlega innskotavirkni. Stærstu skjálftar sem mælst hafa á vesturhluta Reykjanesskagans eru um 5,5 að stærð.

Nánari upplýsingar um eldstöðvakerfið á Reykjanesi fá finna á Íslensku eldfjallasjánni.

Mögulegar sviðsmyndir
Atburðarrásin hefur aðeins staðið yfir í nokkra daga og óvíst hvort að hún leiði til frekari atburða sem hafi áhrif. Út frá þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir eru eftirfarandi sviðsmyndir mögulegar án þess að hægt sé að segja til um hver þeirra er líklegust eða hversu hratt atburðarásin mun þróast.

Ef landris stafar af kvikusöfnun:

Kvikusöfnun hættir mjög fljótlega án frekari atburða.
Kvikusöfnun heldur áfram á sama stað og hraða  í einhvern tíma án þess að til stærri atburða komi
Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots
Kvikusöfnun heldur áfram og leiðir til gangainnskots og eldgoss (hraungoss á sprungu). 
Kvikusöfnun veldur jarðskjálftavirkni með stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6)
Ef landris stafar ekki af kvikusöfnun:

Landrisið gæti valdið eða tengst frekari skjálftavirkni og þar með hugsanlega stærri skjálftum á þessu svæði (allt að M6).

Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu (InSAR:  interferometric analysis of synthetic aperture radar images). Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR ALMANNAVARNARFRÉTTIR

Mynd fyrir Jarđskjálftarnir viđ Fagradalsfjall

Jarđskjálftarnir viđ Fagradalsfjall

 • Almannavarnir
 • 20. júlí 2020

Almannavarnarnefnd Grindavíkur fundaði í dag í kjölfar þeirrar jarðskjálftahrinu við Fagradalsfjall sem hófst rétt fyrir miðnætti í gær þegar skjálfti af stærðinni 5 varð 3 km norður af Fagradalsfjalli. Fulltrúi Veðurstofu Íslands mætti á ...

Nánar
Mynd fyrir Landris mun hćgar nú en áđur. Verklag niđurdćlingar endurskođađ

Landris mun hćgar nú en áđur. Verklag niđurdćlingar endurskođađ

 • Almannavarnir
 • 1. apríl 2020

Vísindaráð almannavarna hittist á fjarfundi fimmtudaginn 26. mars og fóru yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaganum. Fundinn sátu vísindamenn frá Veðurstofu Íslands, Jarðvísindastofnun Háskólans og ÍSOR, ásamt fulltrúum ...

Nánar
Mynd fyrir Wspólne spotkanie dla Polaków w Kvikanie

Wspólne spotkanie dla Polaków w Kvikanie

 • Almannavarnir
 • 4. febrúar 2020

W czwartek, 6 lutego o godzinie 17:30 w budynku Kvikann odbędzie się specjalne spotkanie dla Polaków mieszkających w Grindaviku. Na spotkanie przybędzie geolog, przewodnik jak i również polski tłumacz, który bedzie tłumaczyć dla wszystkich obecnych na spotkaniu. Mieszkańcy Grindaviku, którzy ...

Nánar
Mynd fyrir Óvissustig: Hvernig er best ađ rćđa viđ börn?

Óvissustig: Hvernig er best ađ rćđa viđ börn?

 • Almannavarnir
 • 4. febrúar 2020

Fimmtudagskvöldið 6. febrúar kl. 20:00 býður Grindavíkurbær íbúum bæjarins til fundar í Kvikunni á fyrirlestur Helgu Arnfríðar Haraldsdóttur. Helga Arnfríður er klínískur sálfræðingur hjá Sól ...

Nánar
Mynd fyrir Opiđ hús í Kvikunni um helgina

Opiđ hús í Kvikunni um helgina

 • Almannavarnir
 • 31. janúar 2020

Menningarhús Grindvíkinga, Kvikan verður sem fyrr opið um helgina frá 10:00 - 17:00 en boðið verður upp á ýmislegt skemmtilegt fyrir íbúa bæjarins.

Í dag verður boðið upp á kaffi og bakkelsi fyrir gesti auk þess sem frítt er á sýningarnar í ...

Nánar
Mynd fyrir Viđbragđsađilar fara vandlega yfir stöđuna

Viđbragđsađilar fara vandlega yfir stöđuna

 • Almannavarnir
 • 30. janúar 2020

Almannavarnarnefnd Grindavíkurbæjar og bæjaryfirvöld hafa átt góða og gagnlega fundi með viðbragðsaðilum svæðisins. Fundirnir hafa farið fram í húsnæði Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar. Þar hefur verið farið vandlega yfir málin en á fundina hafa einnig ...

Nánar
Mynd fyrir Niezbędnik na wypadek nagłego zdarzenia

Niezbędnik na wypadek nagłego zdarzenia

 • Almannavarnir
 • 29. janúar 2020

Czy jesteś gotowy aby przetrwać  3 dni?

Nadal istnieje niepokój związany z aktywnością przy górze Þorbjörn. I chociaż prawdopodobnie nic się  nie wydarzy, dobrze jest być przygotowanym na to „jeśli”. Projekt „3 dni” działa w Czerwonym Krzyżu od kilku lat. Projekt ma na ...

Nánar
Mynd fyrir Landris nánast ekkert í gćr

Landris nánast ekkert í gćr

 • Almannavarnir
 • 29. janúar 2020

„Það er að draga úr landrisinu,“ segir Benedikt Ófeigsson, séfræðingur á sviði jarðskorpuhreyfingu hjá Veðurstofu Íslands, um GPS-mælingar á svæðinu við Þorbjörn og Svartsengi. Þetta kemur fram á

Nánar
Mynd fyrir Viđlagakassi: Hvađ á ađ taka međ?

Viđlagakassi: Hvađ á ađ taka međ?

 • Almannavarnir
 • 29. janúar 2020

Enn er óvissuástand vegna landriss við Þorbjörn. Þótt líklegast sé að ekkert gerist er gott að vera viðbúinn fyrir þetta "ef". Verkefnið 3 dagar hefur verið í gangi hjá Rauða krossinum í ...

Nánar
Mynd fyrir Dahil sa hindi ina-asahang sitwasyon sa Grindavík

Dahil sa hindi ina-asahang sitwasyon sa Grindavík

 • Almannavarnir
 • 29. janúar 2020

Malamang ay walang mangyayari, 

Ang resulta ng isinagawang pagpupulong kahapon sa palaruan o gymnasium ay mas malamang na walang mangyayari dahil sa mga naganap na lindol sa bundok ng Thorbjörn. 9 sa loob ng 10 sa mga nasabing kaso ay walang magaganap na lindol kaya maituturing na isang mahiwagang pagsabog lamang ang magiging resulta kung sasabog man ang ...

Nánar
Mynd fyrir อาจเป็นไปได้ไม่มีอะไรเกิดขึ้น

อาจเป็นไปได้ไม่มีอะไรเกิดขึ้น

 • Almannavarnir
 • 29. janúar 2020

อาจเป็นไปได้ไม่มีอะไรเกิดขึ้น
 

Nánar
Mynd fyrir Almannavarnir: Svona er stađan núna

Almannavarnir: Svona er stađan núna

 • Almannavarnir
 • 28. janúar 2020

Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra hefur sent frá sér stöðuskýrslu vegna óvissustigs vegna landriss á Reykjanesskaga. Í skýrslunni er farið ítarlega yfir stöðu mála eins og hún var um miðjan dag í gær, mánudaginn 27. janúar.

Landris hefur ...

Nánar
Mynd fyrir Najprawdopodobniej nie wydarzy się nic

Najprawdopodobniej nie wydarzy się nic

 • Almannavarnir
 • 28. janúar 2020

27 stycznia, w godzinach popołudniowych , w centrum sportowym w Grindaviku, odbyło się spotkanie z mieszkańcami miasta. Ponad 1000 ludzi przybyło, aby uzyskać informacje o bieżącej aktywności wulkanicznej wokół góry Þorbjörn. Spotkanie było transmitowane na żywo, a nagranie jest dostępne na stronie ...

Nánar
Mynd fyrir 1400 - 1500 manns á vel heppnuđum íbúafundi

1400 - 1500 manns á vel heppnuđum íbúafundi

 • Almannavarnir
 • 28. janúar 2020

Hátt í 1500 manns mættu til íbúafundarins í gær vegna óvissuástands á Reykjanesskaga. Fundinum var streymt beint í gegnum YouTube rás bæjarins en nú hafa hátt í 15.000 manns streymt fundinum. Hann er aðgengilegur á svæði bæjarins á

Nánar
Mynd fyrir Most likely nothing will happen

Most likely nothing will happen

 • Almannavarnir
 • 27. janúar 2020

A town assembly was held this afternoon in Grindavik sports centre. Over 1000 people attended the meeting that was held to inform inhabitants about the current volcanic activity around Mt. Þorbjörn. The meeting was streamed live and a recording is available on youtube.

Speakers at the meeting included police chief Ólafur Helgi Kjartansson, geology professor ...

Nánar
Mynd fyrir Íbúafundur: Líklegast ađ ekkert gerist

Íbúafundur: Líklegast ađ ekkert gerist

 • Almannavarnir
 • 27. janúar 2020

Fjölmennum íbúafundi í íþrótthúsinu lauk nú rétt eftir kl. 18:00 í kvöld en yfir 1000 manns mættu til fundarins. Til umræðu voru jarðhræringar við Þorbjörn. Framsögumenn fundarins voru Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjórinn á ...

Nánar
Mynd fyrir Neyđarlínan prófar viđvörunarkerfi í Grindavík. English below

Neyđarlínan prófar viđvörunarkerfi í Grindavík. English below

 • Almannavarnir
 • 27. janúar 2020

Allir farsímar sem eru inni á ákveðnum sendum farsímakerfisins í og við Grindavík munu fá SMS-skilaboð í dag. Það er hluti af prófun kerfisins vegna óvissuástands sem lýst var yfir í gær vegna hugsanlegrar jarðvár við ...

Nánar
Mynd fyrir Translation available at town meeting

Translation available at town meeting

 • Almannavarnir
 • 27. janúar 2020

A town meeting will take place in Grindavík at 16.00 today where local residents can find out everything they need to know about the uncertainty alert. English and Polish translation of important information will be provided after the meeting and questions answered. Translations will not be steamed online, however the grindavik.is website will be updated with news in Engilsh and ...

Nánar
Mynd fyrir Samantekt á ensku og pólsku í lok íbúafundarins

Samantekt á ensku og pólsku í lok íbúafundarins

 • Almannavarnir
 • 27. janúar 2020

Í lok íbúafundarins í dag verður samantekt á ensku og pólsku fyrir þá sem ekki eru íslenskumælandi. Túlkar verða á staðnum sem munu túlka spurningar og annað sem fundarmenn vilja ræða. 

Tekið skal fram að túlkar verða í lok fundarins ...

Nánar
Mynd fyrir Íbúafundur kl. 16:00 í dag í íţróttahúsinu. Verđur sendur út á netinu líka

Íbúafundur kl. 16:00 í dag í íţróttahúsinu. Verđur sendur út á netinu líka

 • Almannavarnir
 • 27. janúar 2020

Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu klukkan 16:00 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við Þorbjörn.

Nánar
Mynd fyrir Óvissustig vegna landriss á Reykjanesi

Óvissustig vegna landriss á Reykjanesi

 • Almannavarnir
 • 26. janúar 2020

Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi Almannavarna í samráði við lögreglustjórann á Suðurnesjum vegna landriss vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi.

Undanfarna daga hefur landris og aukin jarðskjálftavirkni mælst á Reykjanesi og telja ...

Nánar