Vinnuskólinn 2018

  • 26. febrúar 2018
Vinnuskólinn 2018

Opnað hefur verið fyrir skráningu í Vinnuskóla Grindavíkurbæjar sumar 2018. Skráning hófst í dag, þriðjudaginn 27. febrúar, og lýkur fimmtudaginn 15. mars. Sótt er um rafrænt hér að neðan.

Vinnuskóli Grindavíkurbæjar er starfræktur yfir sumarmánuðina, þ.e. júní, júlí og ágúst. Öll ungmenni í 8. - 10. bekk grunnskólanna sem eru með lögheimili í Grindavík geta sótt um starf í Vinnuskólanum. Einnig er 17 ára unglingum tryggð vinna yfir sumarið. Lengd vinnutímabils getur verið breytileg frá ári til árs.

Aðeins verður tekið við rafrænum skráningum og mikilvægt er að fylla skráningarformin út samviskusamlega. Einnig þarf að skila inn leyfisbréfi undirrituðu af forráðamanni á bæjarskrifstofur Grindavíkurbæjar að Víkurbraut 62.

Sviðsstjóri frístunda- og menningarsviðs, Björg Erlingsdóttir bjorg@grindavik.is hefur yfirumsjón með Vinnuskólanum, Vignir Friðbjörnsson er yfirverkstjóri.

Leyfisbréf fyrir vinnuskólann

Rafræn umsókn fyrir 8. bekk
Rafræn umsókn fyrir 9. bekk
Rafræn umsókn fyrir 10. bekk
Rafræn umsókn fyrir eldri nemendur

Handbók vinnuskólans 2017 (uppfærsla væntanleg)

Sérstakur kynningarfundur um starfsemi Vinnuskóla Grindavíkur verður haldinn í Grunnskóla Grindavíkur sem hér segir:

- Þriðjudaginn 5. júní kl. 14:00 fyrir nemendur fædda 2002, 2003 og 2004 (8.-10. bekk). Foreldrar/forráðamenn velkomnir með á fundinn. Á fundinum verður farið yfir verkefni sumarsins, skiptingu í hópa, vinnureglur og launakjör. 
- Litið er svo á að ef ungmenni mætir ekki á fundinn eða tilkynnir ekki forföll muni hann ekki þiggja vinnu við Vinnuskólann

Deildu ţessari frétt

AĐRAR SÍĐUR