Ţruman komin á fullt

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 12. september 2012

Starfsemi félagsmiðstöðvarinnar Þrumunnar er nú komin á fullt skrið. Þar fer fram ýmiskonar frístundastarf fyrir alla aldurshópa. Markmið Þrumunnar: VIRKNI - VELLÍÐAN - VIRÐING - VÍÐSÝNI.

Starfsemi Þrumunar tekur mið af æskulýðslögum nr. 70 frá 2007 en tilgangur þeirra er að styðja börn og ungmenni til þátttöku í æskulýðsstarfi. Með æskulýðsstarfi er átt við skipulagða félags- og tómstundastarfsemi þar sem börn og ungmenni starfa saman í frístundum sínum að hugsjónum, markmiðum og áhugamálum sem þau sjálf meta að verðleikum. Í skipulögðu æskulýðsstarfi skal hafa í huga félags-, forvarna-, uppeldis- og menntunarlegt gildi þess sem miðar að því að auka mannkosti og lýðræðisvitund þátttakenda. Í öllu starfi með börnum og ungmennum skal velferð þeirra höfð að leiðarljósi og þau hvött til frumkvæðis og virkrar þátttöku.

Starfsemi Þrumunnar mun byggjast á því að gera þá sem starfsemina stunda VIRKA, að þeir finni fyrir VELLÍÐAN í Þrumunni, að þeir beri VIRÐINGU fyrir náunganum og sínu nærumhverfi og síðast en ekki síst að þeir öðlist meiri VÍÐSÝNI á lífið við það að taka þátt í starfssemi hennar.

Opnunartími Þrumunnar er sem hér segir:
Opið fyrir 8. - 10. bekk: Mánudaga og miðvikudaga frá 20:00 - 22:00 og föstudaga frá 19:30 - 22:00
Starfsemi fyrir 5. - 7. bekk verður auglýst sérstaklega í skólanum.

Nánari upplýsingar um dagskrá Þrumunnar má finna á heimasíðu Grindavíkurbæjar, 
www.grindavik.is/thruman sem og á Facebook síðu Þrumunnar.

 


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!

Fréttir / 2. apríl 2024

Ađstođ viđ fjármál

Fréttir / 27. mars 2024

Loftgćđi og mengun