Er árangur í íţróttum mikilvćgari en árangur í námi?

  • Fréttir
  • 13. desember 2011
Er árangur í íţróttum mikilvćgari en árangur í námi?

Eftirfarandi grein Róberts Ragnarssonar bæjarstjóra birtist í Járngerði: „Það þarf breiðan hóp til að byggja upp jákvæðan og uppbyggilegan anda sem er forsenda þess að ná árangri. Það á við í öllu. Árangur byggist á skýrri framtíðarsýn, metnaði, góðri liðsheild og stuðningi fjölmargra aðila. 

Grunnskólasamfélagið í Grindavík er samsett af nemendum, kennurum, foreldrum, nærsamfélagi og bæjaryfirvöldum. Í þessum hópi eru rúmlega 1.000 manns. Það er hlutverk fullorðna fólksins, foreldra og kennara, að leiða nemendur í gegnum þann feril sem 10 ára grunnskólaganga er og hlutverk bæjaryfirvalda að skapa sem besta umgjörð um það starf sem fram fer í skólunum.

Umgjörðin hér í Grindavík er mjög góð, þó eflaust megi bæta hana enn frekar. Við erum með um 460 nemenda heildstæðan grunnskóla. Allir kennarar við skólann eru vel menntaðir og með kennsluréttindi. Hópurinn er áhugasamur og metnaðarfullur. Húsnæði skólans er eins og best verður á kosið og tæki og annar búnaður er mjög góður. Grindavíkurbær rekur félags- og skólaþjónustu sem sinnir einum skóla, tveimur leikskólum og einum tónlistarskóla auk félagsþjónustunnar. Þar erum við með frábært starfsfólk með fjölbreytta reynslu og þekkingu. Það eru ekki mörg sveitarfélög sem búa við það góða aðstöðu.
Grindavík er mikill íþróttabær. Metnaðurinn er mikill og aðstaðan frábær. Grindvíkingar sætta sig ekki við neitt annað en að vera í fremstu röð. Í hópi 10-15 bestu liða landsins. Sé miðað við samræmd próf er Grunnskóli Grindavíkur meðal 5 bestu grunnskóla á Suðurnesjum, en vel fyrir neðan meðaltal á landsvísu. Að mínu mati ættum við að setja markið hærra, enda með allar forsendur til þess. Það sem upp á vantar er samstaða heimilis, skóla og bæjaryfirvalda með skýr markmið að leiðarljósi.

Á þeim stutta tíma sem ég hef búið hérna hef ég orðið var við metnað og áhuga foreldra á því að taka þátt í íþróttastarfinu með börnunum sínum. Þann sama metnað og áhuga vil ég sjá gagnvart skólastarfinu. Á aðalfundi foreldrafélagsins í nóvember mættu um 15 foreldrar, en nemendur grunnskólans eru um 460. Á foreldrafundi hjá 4. flokki karla mættu 18 foreldrar, en iðkendur eru um 20. Það er eitthvað skakkt við þessa mynd. Menntun barnanna okkar getur ekki verið minna spennandi en íþróttastarfið. Foreldrar verða að sýna sama metnað og stuðning við skólastarfið og þeir gera gagnvart íþróttunum. 

Samkvæmt grunnskólalögum bera foreldrar ábyrgð á námi barna sinna og ber þeim að fylgjast með námsframvindu þeirra í samvinnu við þau og kennara þeirra . Það gerum við með því að ræða við barnið sjálft og kennarana, og fara yfir stöðuna eftir hverja námslotu eða önn. 

Hlutverk kennarans er að kenna nemandanum aðferðir og vinnulag, en mikilvægur hluti þjálfunarinnar fer fram heima með foreldrum. Svo dæmi sé tekið þá kenna kennarar börnum undirstöðuatriði í lestri og stærðfræði, en æfingin fer að mestu fram með aðstoð foreldranna. Ef foreldrar taka ekki virkan þátt í námi barnanna og sýna skólanum jákvæðan áhuga, þá er næsta víst að nemandinn mun eiga erfiðar uppdráttar í sínu námi.

Skólasamfélagið allt þarf að taka höndum saman um að byggja upp jákvæðan og uppbyggilega anda sem mun skila sér í enn betri námsárangri nemenda í Grindavík.

Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri."


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 23. nóvember 2020

Er von á gestum erlendis frá um jólin?

Fréttir / 23. nóvember 2020

Gefum af okkur - sýnum góđvild og samkennd

Fréttir / 19. nóvember 2020

Piss, kúkur og klósettpappír

Tónlistaskólafréttir / 18. nóvember 2020

Kennsla í tónlistarskólanum 19. nóvember

Fréttir / 18. nóvember 2020

Miklar framkvćmdir í Kvikunni

Fréttir / 17. nóvember 2020

Krakkar á Króki gleđja börn í Úkraínu

Fréttir / 10. nóvember 2020

Höldum áfram ađ lćra og komum hlutum í verk

Fréttir / 6. nóvember 2020

Axel á Bryggjunni gefur út nýtt lag

Grunnskólafréttir / 6. nóvember 2020

Ţakkir frá stjórnendum

Grunnskólafréttir / 5. nóvember 2020

Endurskinsmerki

Fréttir / 5. nóvember 2020

Megum viđ leika eftir skóla?

Fréttir / 4. nóvember 2020

Grímuskylda

Tónlistaskólafréttir / 3. nóvember 2020

Hefđbundin kennsla einkanemenda

Fréttir / 2. nóvember 2020

Einstakur félagsskapur og áhugamál

Fréttir / 2. nóvember 2020

Dzień organizacyjny w przedszkolach