Ađalfundur foreldrafélagsins

  • Foreldrafélag grunnskólans
  • 8. nóvember 2011

Aðalfundur Foreldrafélags Grunnskóla Grindavíkur var haldinn 2. nóvember sl. í Hópsskóla. Þar bar hæst að ný lög félagsins voru samþykkt en þau má lesa hér. Þrír gengu úr stjórn að þessu sinni, þær Sæborg Reynisdóttir, Mínerva Gísladóttir og Björg Guðmundsdóttir. 

Þrjár konur voru kjörnar í staðinn, þær Alda Agnes Gylfadóttir, Ása Sif Arnarsdóttir og Þórunn Alda Gylfadóttir. Formaður foreldrafélagsins er Ingvar Þór Gunnlaugsson.

Á meðal annarra mála sem rædd voru má nefna samstarf við Skógræktarfélagið um að fá efnivið til jólaföndurs. Börnin í skólanum gætu þá unnið viðinn sem yrði svo notaður til að föndra á jólaföndri foreldrafélagsins. Stjórn félagsins ætlar að athuga hvort ekki megi útfæra hugmyndina og koma henni áfram til stjórnenda skólans.

Þá var rætt um hlutverk foreldrafélagsins, foreldrarölt, og að foreldrafélagið komi á fundi fyrir foreldra þar sem kynnt væri uppbyggingarstefnan og eineltisáætlun skólans.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 10. apríl 2024

NIE ZAPOMINAJMY O OKAZJACH DO RADOSCI

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir

Fréttir / 3. apríl 2024

Höfum gleđina međ!