Stu­ningur vi­ starfsemi grunnskˇla og starfsfˇlk

  • GrindavÝkurbŠr
  • 17. september 2020

Skólaþjónustan beinist að því að efla skólana sem faglegar stofnanir sem geti leyst flest þau viðfangsefni sem upp koma í skólastarfi og veitir starfsfólki skóla leiðbeiningar og aðstoð við störf sín eftir því sem við á. Skólaþjónustan veitir þjónustu í samræmi við áherslur sem fram koma í reglugerð um skólaþjónustu sveitarfélaga nr. 444/2019.

Þar kemur fram að stuðningur við starfsfólk felst m.a. í því að veita ráðgjöf vegna kennslu og umönnunar nemenda og ráðgjöf vegna náms nemenda með sérþarfir. Stuðningur við starfsfólk felst einnig í ráðgjöf vegna starfshátta skóla, nýbreytni- og þróunarstarfa og starfsumhverfis.
 


Deildu ■essari frÚtt

AđRAR S═đUR