528. fundur

  • Skipulag- og byggingarnefnd
  • 1. júní 2011

528. fundur Skipulags- og byggingarnefndar Grindavíkur haldinn á skrifstofu byggingafulltrúa, mánudaginn 30. maí 2011 og hófst hann kl. 17:00

Fundinn sátu:
Vilhjálmur Árnason (VÁ), Jón Emil Halldórsson (JEH), Helgi Þór Guðmundsson (HÞG), Guðmundur Einarsson (GE) og Bjarni Rúnar Einarsson (BRE).

Fundargerð ritaði: Sigmar B Árnason, Byggingarfulltrúi

Dagskrá:

1. 1105047 - Umsókn um byggingarleyfi Suðurhóp 1
Reynir Jóhannsson, sækir um byggingarleyfi á svalalokun á suðurhlið undir svalir á 3 hæð. Um er að ræða a-lokun. sbr. meðfylgjandi teikningum frá Jóni Þ. Þorvaldssyni arkitekt dags.06.05.11

Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi gefi út formlegt byggingarleyfi þegar að tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

2. 1105065 - Umsókn um byggingarleyfi Hafnargata 6
Björn Haraldsson f/h Kanturinn-Cogan sækir um byggingarleyfi fyrir útlitsbreytingu stækkun á aðalinngangshurð, sbr. meðfylgjandi teikningum.

Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi gefi út formlegt byggingarleyfi þegar að tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

3. 1105054 - Umsókn um byggingarleyfi Hafnargata 6
Einar Kristinn Þorsteinsson f/h Bergbúar ehf. Sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum innanhús. sbr. meðfylgjandi teikningum frá Guðmundi Einarssyni dags.15.02.11

Guðmundur Einarsson víkur af fundi.
Nefndin samþykkir að byggingafulltrúi gefi út formlegt byggingarleyfi þegar að tilskyldum gögnum hefur verið skilað inn.

4. 1101038 - Tjaldsvæði og þjónustuhús
Erindi vísað af bæjarráði til skipulags- og bygginganefndar, sbr. fundur 1258, liður 19.

Nefndin felur tæknideild að vinna að bráðabirgðamerkingum en leggur til að unnið verði að framtíðarmerkingum á staðháttum og gönguleiðum. Jafnframt leggur nefndin til að unnin verði áætlun um uppbyggingu göngustíga á og við hafnarsvæði.

5. 1105037 - Íbúar Túngötu, Marargötu og Mánagötu óska eftir hraðatakmarkandi aðgerðum.
Erindi vísað af bæjarráði til skipulags- og bygginganefndar, sbr. fundur 1258, liður 14.

Nefndin felur tæknideild að hraðagreina gegnumakstursgötur og koma með tillögur að úrbótum á næsta fund.

6. 1105032 - Ósk um umsögn varðandi jarðvegsmótun
Hópsnes ehf. óskar eftir umsögn skipulags- og byggingarnefndar um jarðvegsmótun/mön á lóð fyrrum Atlantslax á Reykjanesi. Hópsnes hefur fengið hluta af landi eldisstöðvarinnar fyrrum til leigu.

Nefndin tekur jákvætt í að starfsemin verði byggð upp út á Reykjanesi. Nefndin bendir á að deiliskipulag verður að liggja fyrir, samþykki landeiganda og samþykki heilbrigðiseftirlits.

7. 1105024 - Ástand gömlu bryggjanna í Þórkötlustaðanes og Staðahverfi
Erindi vísað af bæjarráði til skipulags- og bygginganefndar, sbr. fundur 1258. liður 9.

Nefndin þakkar ábendinguna og samþykkir að láta tæknideild gera úttekt á ástandi bryggjanna. Nefndin leggur til að leitað verði til þar til bærra aðila um samvinnu á uppbyggingu á hafnarmannvirkjunum.

8. 1105051 - Fyrirspurn vegna merkingar.
Róbert Ragnarsson f/h Saltfisksetur Íslands óskar eftir umsögn vegna merkingar á húsnæði. sjá meðfylgjandi gögn.

Sé þetta bráðabirgðamerking á húsnæðinu gerir nefndin ekki athugasemd. Nefndin bendir á að varanlegar merkingar verður að vinna í samvinnu við aðalhönnuð hússins og sækja verður um leyfi áður en merkingin sé sett upp.
Sé um varanlega merkingu að ræða átelur nefndin þau vinnubrögð að ekki hafi verið sótt um leyfi áður en skiltið var sett upp.

9. 1004035 - Ósk um breytingu á skráningu Ásabraut 15 og 17 úr einbýlishúsi í tvíbýlishús.
Hrafn Sigvaldason og Margrét Ragna Arnardóttir óska eftir því að fá að skipta fasteignunum sínum að Ásabraut 17 og Ásabraut 15 úr einbýli yfir í tvíbýli.

Nefndin samþykkir að láta grenndarkynna breytingar fyrir íbúum Ásabrautar.

10. 1003048 - Salthaugur úti á Nesi
Erindi vísað til nefndarinnar frá Umhverfisnefnd, fundi 127, liður 1.

Nefndin felur tæknideild að vinna að hreinsun svæðisins.

11. 0904007 - Endurskoðun aðalskipulags Grindavíkur
Auglýsingartími endurskoðunar aðalskipulags Grindavíkur er lokið sbr. 3. mgr. 18. gr. skipulags- og byggingarlega nr. 73/1997, 14 athugasemdir bárust.

Nefndin felur forstöðumanni tæknideildar að svara athugasemdum. Nefndi leggur til að byggingarnefnd og bæjarstjórn fundi um athugasemdir.

12. 1104047 - Deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði/hafnarsvæði í Grindavík
Deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði/hafnarsvæði í Grindavík.
Nefndin samþykkir skipulagstillöguna og leggur til að hún verði sett á vef sveitarfélagsins til forkynningar skv. 4. mgr. 40. gr skipulagslaga nr 123/2010.

Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 19:00


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FUNDARGERĐIR

Bćjarstjórn / 17. apríl 2024

Fundur 564

Skipulagsnefnd / 10. apríl 2024

Fundur 131

Bćjarstjórn / 4. apríl 2024

Fundur 562

Bćjarstjórn / 10. apríl 2024

Fundur 563

Bćjarstjórn / 26. mars 2024

Fundur 561

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 21. febrúar 2024

Fundur 129

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Skipulagsnefnd / 25. mars 2024

Fundur 130

Bćjarstjórn / 19. mars 2024

Fundur 560

Bćjarstjórn / 12. mars 2024

Fundur 559

Bćjarstjórn / 5. mars 2024

Bćjarstjórn / 20. febrúar 2024

Fundur 556

Bćjarstjórn / 13. febrúar 2024

Fundur 555

Bćjarstjórn / 8. febrúar 2024

Fundur 554

Bćjarstjórn / 30. janúar 2024

Fundur 553

Bćjarstjórn / 23. janúar 2024

Fundur 552

Bćjarstjórn / 16. janúar 2024

Fundur 551

Bćjarstjórn / 9. janúar 2024

Fundur bćjarstjórnar nr. 550

Bćjarstjórn / 29. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 549

Bćjarstjórn / 27. desember 2023

Fundur bćjarstjórnar nr. 548

Bćjarráđ / 5. desember 2023

Fundur 1659

Bćjarstjórn / 28. nóvember 2023

Fundur 547

Bćjarráđ / 7. nóvember 2023

Fundur 1658

Bćjarstjórn / 31. október 2023

Fundur 544

Afgreiđslunefnd byggingamála / 17. október 2023

Fundur 78

Skipulagsnefnd / 16. október 2023

Fundur 127

Frćđslunefnd / 12. október 2023

Fundur 136

Frćđslunefnd / 21. september 2023

Fundur 135