Mikiđ áfall

  • Fréttir
  • 15. desember 2010

Matvælastofnun (MAST) hefur sent öllum saltfiskframleiðendum bréf með fyrirmælum um að hætta blöndun fjölfosfata í saltfisk og léttsaltaðan fisk samkvæmt fyrirskipun sjávarutvegsráherra. Talsmaður Vísis hf. í Grindavík sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að ákvörðun ráðherrans væri óskiljanleg.

Hagsmunirnir eru hvergi meiri en í bænum þar sem lífið er saltfiskur, sagði í frétt Kristjáns Más Unnarssonar á Stöð 2 en þar sagði að af 30 milljarða útflutningstekjum á saltfiski komi 6 frá Vísi hf. og Þorbirni hf. í Grindavík.

Fjölfosföt eru leyfð í ýmis matvæli en í fiskframleiðslu er notkun þeirra einungis leyfð í óunninn frystan fisk, s.s. frosin fiskflök, en þá ber að geta þeirra í innihaldslýsingu.

Í Grindavík eru stærstu saltfiskframleiðendur landsins og þar hafa fjölfosföt verið notuð í saltfisk og því ljóst að þessi fyrirmæli munu hafa mikil áhrif á starfsemi þeirra.

Rætt er við Svein Ara Guðjónsson,  framleiðslu- og sölustjóra Vísis í frétt Stöðvar 2 sem má sjá hér (fréttin eftir ca. 4 mínútur).


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir