Söngkeppni SAMFÉS

  • Fréttir frá Ţrumunni
  • 29. nóvember 2010

Hin árlega söngkeppni SAMFÉS fer fram í byrjun mars 2011.  Undankeppnir fyrir aðalkeppnina fara fram í janúar. Í fyrsta lagi er um að ræða undankeppni SAMSUÐ en úr þeirri keppni kemst einn keppandi frá hverri félagsmiðstöð á Suðurnesjum. Þá er í öðru lagi undankeppni þar sem taka þátt ásamt Suðurnesjum; Mosfellsbær, Seltjarnarnes, Garðabær og Álftanes. Fyrirhugað er að þessi keppni fari fram í Garðinu í lok janúar og úr þessari keppni komast fjórir keppendur í sjálfa aðalkeppnina.

Nú er því um að gera að nota desember og jólafríið til að æfa sig fyrir komandi keppnir. Nánari upplýsingar koma í byrjun janúar.


Deildu ţessari frétt

AĐRAR FRÉTTIR

Fréttir / 9. apríl 2024

Pistill bćjarstjórnar 9. apríl

Fréttir / 5. apríl 2024

Zimna woda w Grindavík

Fréttir / 3. apríl 2024

Hlúum ađ heilsunni. Ókeypis kostir